Þessi frétt toppar allt annað sem ég hef heyrt.

Það er sjaldan, já reyndar sárasjaldan sem ég skellihlæ þegar ég fregna af þjófnaði.

Enda mjög óviðeigandi.

Í þetta skiptið gat ég hinsvegar ekki haldið aftur af mér, ég veltist um af hlátri.LoL

Hér kemur smá tilvitnun í frétt Mbl. stolin eins og fyrri daginn.

"Lögreglan á Selfossi hefur upplýst  þjófnað úr ferðamannaverslun við Geysi í Haukadal. Hafa þrír karlmenn og ein kona játað brotið."

"Allt er fólkið af erlendum uppruna."

Áfram með smjörið.

"Vörum fyrir um 400 þúsund krónur var stolið úr versluninni við Geysi í síðustu viku og fékk Selfosslögreglan svo  ábendingu um að mennirnir hefðu verið staddir á Geysissvæðinu í hádeginu í gær, líklega til að endurtaka leikinn frá því vikunni áður."

Í sem stystu máli, þá voru þremenningarnir handteknir og í framhaldi af því var hafin leit að þeim fjórða sem grunaður var um aðild og fannst eftir að leitað hafði verið á tíu stöðum í höfuðborginni.

Það leikur enginn vafi á því að hér er um að ræða skipulagða glæpastarfsemi að ræða.

Á sama tíma ætla stjórnvöld að skera niður framlög til löggæslu.

Hver skyldi nú forgangsröðunin vera?

Játning liggur fyrir, málið telst upplýst en, hér kemur svo toppurinn oná tertuna.

"Fjórði karlmaðurinn átti engan þátt í brotinu og hafði góða og gilda fjarvistarsönnun þar sem hann dvaldi í fangelsi á þeim tíma sem þjófnaðurinn átti sér stað. "Grin

Glæpagengin hafa greinilega skipt um kós.

Mér dettur helst í hug að nú sé farið að þrengjast svo í búi hjá þessu vesalings fólki, í þeirra heimalandi, að nú finni það sig knúið til að koma hingað í þeim tilgangi einum að sníkja sér gistingu hérlendis á kostnað okkar skattgreiðenda. 

Útlendingastofa mun svo taka ákvörðun um hvort fólkinu verður vísað úr landi.  

Ég vona að svo verði, við höfum nóg með okkar eigin glæpamenn þó svo við þurfum ekki að halda uppi annarra þjóða kvikindum líka.

Svo verðum við líka að hafa pláss fyrir fjárglæframennina þegar þar að kemur.

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Játuðu þjófnað við Geysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Jamm, ísland er að verða dulítið súrealískt!

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 22.10.2009 kl. 01:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband