22.10.2009 | 20:35
Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi.
Fjármunabrot, þjófnaðir, ofbeldisbrot, fíkniefnabrot, skjalafals og peningaþvætti.
Sú rannsókn sem hófst vegna gruns um mansal teygir sig víðar, en ofangreind brot eru nú rannsökuð í tengslum við málið.
Svo ótrúlegt sem það kynni að virðast þá hófst þetta allt með komu ungrar stúlku til Íslands.
Ég hjó eftir því í sjónvarpsfréttum að bandarísk stjórnvöld teldu þau íslensku ekki í stakk búin til að takast á við mansalsmál. Þetta er nú einu sinni frumraun íslensku réttvísinnar og fer vel af stað.
Í fréttinni er smáklausa sem kom illa við mig.
"Margir glæpahópar hérlendis falla undir skilgreiningu evrópsku lögreglunnar Europol um skipulagða glæpastarfsemi, þar á meðað pólskir, litháískir og íslenskir glæpahópar með tengsl erlendis."
Á sama tíma og afbrot færast í vöxt er niðurskurðarhnífurinn á lofti. Hyggilegt væri af stjórnvöldum að endurskoða sparnaðaráætlun sína og í stað þess að svelta löggæsluna væri viturlegra að auka framlögin til muna. Ég er þess fullviss að þeir fjármunir eigi eftir að skila sér.
Þar til næst.
Margir glæpahópar með erlend tengsl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Stebbi er óhæfur sem lögreglustjórir sem er að reyna bjarga rassinum með því að beda á illa útlendinga, íslenska lögreglan er ekki hæf til eins né neins, Þar sem ég bý á laugardalsvæðinu sem mest er framið á innbrotum á landinu eftir 101 þá hef ég séð og þekki mikið af fólki sem hefur lent í því, öll skiptinn þá er lögreglan minnst 20 mínótur að koma, skrifar eitthvað smá á blað og fer.
Löggan á íslandi er líka löt ,þeir neina ekki að rannsaka og taka þá sem fjármagna flutning fíkniefna til íslands, það eina sem er að keyra um og reyna að finn 16 pakka að reykja hass í einhverju skúmaskotiAlexander Kristófer Gústafsson, 23.10.2009 kl. 05:23
Ekki veit ég hvernig Stefán Eiríksson blandast í þessa umræðu. Mér hefur sýnst hann standa síg ágætlega og sama má segja um ríkislögreglustjóra sem lét vinna skýrsluna um skipulega glæpastarfsemi hér á landi. Niðurstaðan var að hér væri skipuleg glæpastarfsemi að festa rætur.
Fé hefur ekki fengist til að taka á þessu og ég minni á þátt Egils Helgasonar þar sem Atli Gíslason (sjálfskipaður talsmaður kynlífsþræla) vildi ekki heyra á það minnst að eftirlit væri aukið með komum útlendinga til landsins. Það gæti brotið á mannréttindum þessa fólks. Andmæl sem byggðu á auknum fjölda nauðgana á götum úti blés hann útaf borðinu.
Hvað skyldi Atli segja um þetta mál.
Ragnhildur Kolka, 23.10.2009 kl. 18:38
Sæl Ragnhildur. Það er því miður alltof algengt í Bloggheimum að fólk haldi sig hafa fundið vettvang til þess að ryðja út úr sér ósómanum ( samanber færslu nr.1 ). En sem betur fer er til fólk sem setur fram skoðanir sínar án óþarfa "blammeringa." Ég vona svo sannarlega að stjórnvöld sjái nú að sér og auki fjárframlög til löggæslu. Bestu kveðjur.
Þráinn Jökull Elísson, 23.10.2009 kl. 20:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.