Saklaus uns sekt er sönnuð...

...klausa sem enn er í fullu gildi en því miður vill oft gleymast.

Baldur Guðlaugsson fyrrverandi ráðuneytisstjóri í mennta- og menningarmálaráðuneytinu hefur verið helsta umræðuefnið í Bloggheimum í dag og þó sitt sýnist hverjum eru þeir býsna margir bloggararnir sem nú þegar hafa dæmt manninn sekan og það áður en til kasta dómstólanna kemur.

Ég er ekki að taka hanskann upp fyrir Baldur eða yfirhöfuð nokkurn sem gæti verið viðriðinn einhver fjárglæframál, þeir eru jú reyndar nokkrir sem komnir eru með stöðu grunaðra, en það er ekki í mínum ( eða ykkar ágætu bloggarar )  verkahring að kveða upp dóm.

Ég er bjartsýnn að eðlisfari, svo bjartsýnn að ég trúi því og treysti að innan stjórnsýslunnar sé til  fólk sem sópar engu undir teppið heldur taki á öllum þeim málum, sem án efa eiga eftir að dynja á okkur á næstunni,  af heiðarleik og réttsýni.

Ykkur er velkomið að ausa úr skálum reiðinnar yfir mig, ég er með þykkan skráp.

Þar til næst.

 

 


mbl.is Baldur lætur af störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Hverjum mútaðir þú til þess að verða einn af þeim stóru??  Til hamingju með stórhausamyndina og upphefðina sem því fylgir....

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.10.2009 kl. 00:14

2 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Kolla mín, ég er ekki einn af þeim stóru en ég læt dómstólunum eftir að dæma fólk. Lestu greinina mína betur. Kveðja.

Þráinn Jökull Elísson, 24.10.2009 kl. 01:12

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jökull þú ert kominn í hóp þeirra sem fá stóra mynd og birtast fyrir ofan okkur hin.  Ég las greinina þína, og var ég ekki sérstaklega að svara greininni þinni.  Bara óska þér til hamingju með það að vera einn af þeim útvöldu sem birtast fyrir ofan og fá stærri mynd og væntanlega fleiri lesendur í kjölfarið.  Ekki taka þessu illa, þetta var smá grín hjá mér. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.10.2009 kl. 01:25

4 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Mér var leðbeint af bloggvini, Láru Hönnu hvernig ég ætti að sækja um í "Umræðuna" og meðal annars að vera málefnalegur. Hmmm, ég málefnalegur ? En ég sendi tölvupóst upp á von og óvon og mér til mikillar furðu þá komst ég inn.

PS. Ég helt þú ættir við færsluna mína v/ Baldurs G. Kveðja, og bið að heilsa genginu.

Þráinn Jökull Elísson, 24.10.2009 kl. 01:35

5 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Æ, maður getur víst ekki leiðrétt málfræðivillur eftir á. Þetta átti að vera leiðbeint.

Þráinn Jökull Elísson, 24.10.2009 kl. 01:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband