Þögn er gulls ígildi...

... virðist vera mottó þeirra Landsbankamanna þessa dagana.

Nú berast oss þær fréttir, óstaðfestar enn sem komið er, að kennitölubreyting (kt.flakk) ónefndrar líkamsræktarstöðvar og færsla eigna yfir í nýtt hlutafélag hafi verið framkvæmd með aðstoð lánardrottins sem ku jú vera Landsbankinn.

Um er að ræða einn milljarð.

Í svörum Landsbankans við fyrirspurn DV ber bankinn fyrir sig lögum um bankaleynd, sem er ofur eðlilegt en ef þessi frétt reynist sönn þá blöskrar mér minnisleysið sem virðist vera farið að hrjá landa mína.

Fyrst kom Icesave, sem ég og börnin mín tvö komum til með að súpa seyðið af um ókomna framtíð. Svo fljúga furðusögurnar fjöllum hærra um allskyns baktjaldamakk.

Getur það staðist að verið sé að afskrifa skuldir einhverra ævintýramanna sem ætluðu sér að lagfæra vöxtinn á danskinum?

Ljótt er ef satt reynist.

Ekki er bitið úr nálinni enn því nú er Landsbankinn búinn að ráða upplýsingafulltrúa sem sjálfsagt hefur verið þörf á, en það láðist þeim að auglýsa stöðuna.

Nú skilst mér, og leiðrétti mig einhver fari ég með rangt mál, að öllum ríkisstofnunum sé skylt að auglýsa þær stöður sem til kunna að falla. Þar sem Landsbankinn er nú í eigu minni og ykkar þá hljóta þessar reglur að gilda þar eða erum við komin í "2007 ástandið" að nýju?

Til þess að toppa nú allan óþverrann kom þessi hefðbundna klausa:

"Ekki hefur náðst í Ásmund Stefánsson, bankastjóra Landsbankans, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir."

Ég spyr sjálfan mig oft hvað sé eiginlega í gangi. Svör fást ekki því miður, en varla er hægt að tala um "Nýja Ísland" í tilfellum sem þessum. Í mínum augum hefur ekkert breyst nema nú heldur svokölluð vinstri stjórn um stýrið í stað fráfarandi hægri stjórnar. Munurinn er hverfandi lítill.

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Þráinn.

Þess konar athæfi sem þú fjallar um mun brátt tilheyra sögunni. Nýtt blóð ferskt og ómengað mun koma með þeirri kynslóð sem er að fæðast !

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 03:21

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ekkert breytsist, svo mikið er víst.

Finnur Bárðarson, 24.10.2009 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband