25.10.2009 | 10:45
Svona vítt og breitt.
Að vakna á svo fallegum vetrarmorgni bókstaflega býður jákvæðum hugsunum heim, í það minnsta þar til ég fer að lesa fréttasíðurnar.
Annars er fátt fréttnæmt þennan morguninn. Líkamsárás hér, innbrot þar, semsagt ofur venjuleg helgi á Reykjavíkursvæðinu. Þá er rólegra hér fyrir "westan."
Í Mbl. las ég grein sem heitir "Ásakanir um peningaþvætti." Sjaldnast er ein báran stök, hugsaði ég bara. Greinin er vel skrifuð en þar er fjallað um lánveitingar bankanna til tengdra aðila og breskra kaupsýslumanna. Sosum ekki nýtt af nálinni.
Hvað skyldi annars "óhefðbundnir lánasamningar" þýða?
Nú, en áfram með smjörið.
Í greininni kemur líka fram að allir bankarnir þrír, Kaupþing, Landsbanki og Glitnir, hafi lánað háar fjárhæðir til stærstu eigenda sinna á góðum kjörum. Yfirdráttarheimildin sem ég græt stöku sinnum út í bankanum mínum er á ofur venjulegum kjörum enda hef ég aldrei verið bankaeigandi, það hefur frekar verið á hinn veginn.
Í DV. rak ég augun í frétt um Kalla karlinn Wernersson og það má með sanni segja að hann Kalli kemur víða við. Enda "útrásarvíkingur." Nú er það Rúmenía með nokkrum ehf. félögum á milli þó.
Þar er líka frétt sem fjallar um nafnaskipti og kom glottinu út í annað munnvikið. Sérstaklega niðurlagið.
"Varðandi nafnabreytinguna þá er ég ekki í neinum feluleik um hver ég er ......... Það var ekki hugsunin að hafa einhvern feluleik bak við það. Hver skyldi hugsunin ( tilgangurinn ) annars hafa verið?
Ég var að hlusta á Mikael Torfason í morgunútvarpinu áðan. Nafnið á nýju bókinni hans "Vormenn Íslands" vekur upp ljúfsárar minningar því á æskuárunum las ég bók með sama nafni , eftir þann mæta höfund Óskar Aðalstein, sem kom út 1956 og endurútgefin 1972.
Já, tíminn líður.
Eigið öll góða helgi og þar til næst.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.