Nýtt hlutverk Nýja Kaupþings...

...virðist mér vera að afskrifa skuldir óreiðumanna.

Nú bendir allt til þess að bjarga eigi Jóni Ásg. Jóh. og fjölskyldu fyrir horn.

Það kemur fram í verklagsreglum bankans að "Áframhaldandi þátttaka eigenda og stjórnenda í þeim fyrirtækjum sem Nýi Kaupþing þarf að afskrifa skuldir hjá eða umbreyta skuldum í hlutafé er háð því að þeir njóti sérstaks trausts og þeir þyki mikilvægir fyrir framtíð fyrirtækisins." (Undirstrikun er mín).

Traust ?  Mikilvægi ?

Það er enginn ómissandi. Allra síst Jón Ásgeir.

Fjármálaráðherra vor er orðvar að vanda og talar um þær áherslur sem mótaðar hafa verið um jafnræði, skipulögð og samræmd vinnubrögð og gagnsæi.

Gagnsæi? Góður þessi.

Hér kemur ein frábær klausa sem segir í raun allt sem segja þarf.

"Steingrímur tekur fram að frammistaða stjórnenda skipti að sjálfsögðu máli. „Hvort reksturinn sé í lagi og menn hafi lent í vandræðum af óviðráðanlegum orsökum eða fyrir eigin mistök. Allt þarf þetta að meta eftir bestu getu.“

Er verið að draga í land?

Ég minnist orða um gagnsæi og að allt yrði dregið upp á yfirborðið. Síðan hefur augljóslega mikið vatn runnið til sjávar.

Hér er svo annar góður.

"Félagið skuldar Nýja Kaupþing tæpa fimmtíu milljarða króna. Skuldin er tilkomin þegar Jón Ásgeir og fjölskylda keyptu Haga af sjálfum sér úr Baugi í fyrra. Bankinn lánaði 1998 allt kaupverðið ."

Fjandans auli gat ég verið að hafa ekki verið í viðskiptum við Kaupþing. Þá hefði ég reynt að fá afskrifaðar skuldirnar á húskofanum. Maður er oft vitur eftir á.

Það kæmi mér ekki á óvart að þegar upp er staðið tróni Jón Ásgeir í hásætinu með geisla-Baug um hárlokkana.

Lengi lifi Nýja-Ísland og þar til næst.

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is 1998: Eigendur njóta trausts
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband