1.11.2009 | 11:51
Af bruðli og búðahnupli.
Eins og alþjóð er kunnugt hefur verið rætt og ritað töluvert um "skúffufé" hæstvirtra ráðherra okkar og sýnist sitt hverjum.
Upphaflega var áðurnefnt "skúffufé" hugsað til að standa straum af óvæntum útgjöldum, en raunin hefur orðið allt önnur því af þeim áttatíu milljónum sem úthlutað hefur verið frá því í fyrrahaust hefur helmingurinn runnið greiðlega "heim í hérað."
Sennilega hafa ráðherrar misskilið bókstafinn.
Aurarnir, hvar svo sem þeir hafa lent, hafa örugglega komið sér vel en nú þegar niðurskurðar- hnífurinn er á fullu hljóta ráðherrar að gefa okkur óbreyttum borgurum gott fordæmi og herða sultarólina.
Forsætisráðherra vill að þetta fyrirkomulag verði jafnvel afnumið með öllu. Orð í tíma töluð. Það þarf aðhald á öllum sviðum.
Hvað skyldi annars vera hægt að fjölga mikið í löggæslunni fyrir áttatíu milljónir? Þar er þörfin brýnni en einhverjar geðþóttaúthlutanir, svo ekki sé minnst á kjördæmapot.
Hér er svo ein lítil tilvitnun sem gladdi mig ósegjanlega.
" Forsætisráðherra segir auk þessa að stjórnmálaflokkarnir megi búast við að finna fyrir niðurskurðarhníf ríkisvaldsins." Þó fyrr hefði verið.
Miklu fyrr.
Fjölgun lögreglumanna, sem mætti þá fjármagna með margnefndu "skúffufé" myndi án efa gjörbreyta stöðunni t.d. hvað varðar þau þjófagengi sem nú herja í ríkari mæli en nokkru sinni fyrr á verslanir á höfuðborgarsvæðinu.
Búðahnuplið og aðgerðir gegn því kosta verslunareigendur 8 milljarða á ári.
Nú stunda dæmdir afbrotamenn iðju sína af meiri elju en nokkru sinni fyrr og að því er virðist, óáreittir, nema þá kannski í þau skipti sem þeir mæta fyrir dómstólana og fá á sig skilorðsbundinn dóm. Svo er horfið til fyrri iðju.
Undarlegt að engum þeirra skuli hafa verið vísað úr landi því lögum samkvæmt mun slíkt vera hægt.
Ef grannt er skoðað.
Ef lagabreytingu þarf til að losa okkur við ósómann þá hlýtur að vera hægt að vinna að slíku. Það er ótækt, ef svo ólíklega vildi nú til að fangelsispláss losnaði einhvern tímann, að við þurfum að fara að fóðra kvikindin. Við eigum nóg með okkar innfæddu.
Og svo í lokin.
Lifi Nýja-Ísland og þar til næst.
Heimildir Rúv.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.