Af aurum og auragræðgi.

Það kennir margra grasa í fréttaflóru dagsins.

Þar ber hæst kröfur tíu fyrrverandi starfsmanna Landsbankans sem nema rúmlega tveimur milljörðum króna.

Það er greinilega ekki verið að fara fram á leiðréttingu á vasapeningunum.

Þarna eru engir óbreyttir alþýðumenn á ferð heldur er talað um framkvæmdastjóra og nokkra forstöðumenn á hinum og þessum sviðum innan bankans.

Eitthvað rámar mig nú í að hafa heyrt talað um ofur-laun sem réttlætt voru með þeirri ofur-ábyrgð sem höfðingjarnir þurftu að axla.

Það fer reyndar lítið fyrir ábyrgð þessa dagana.

Kröfurnar eru á bilinu 229 milljónir upp í litlar 490 milljónir, sem er dágóð búbót. Sama hvernig á málið er litið.

Það kemur hvergi fram í fréttinni á hvaða grunni þessar kröfur eru byggðar, en á sama tíma og þær eru settar fram, í gjaldþrota þjóðfélagi, þá erum vér skattgreiðendur þessa lands þ.e. aldraðir, öryrkjar og verkafólk að berjast við að halda þjóðarskútunni á floti.

Mér koma í hug hin fleygu orð í bókinni "Animal farm". "Allir eru jafnir en sumir eru jafnari en aðrir."

Önnur frétt, sem reyndar fer minna fyrir, er að styrktarsjóðir hjartasjúklinga og hjartveikra barna, Blindrafélagið og Öryrkjabandalagið eru meðal félaga sem gera tugmilljóna kröfur í þrotabú Landsbankans samkvæmt kröfulista bankans.

Það læðist að mér sá ljóti grunur að þessum kröfum verði ýtt út af borðinu.

Hér koma svo gullkorn dagsins.

"Auk þess krefur Minningarsjóður Margrétar Björgólfs, sem Björgólfur Guðmundsson stofnaði, bankann um rétt rúmar 13 milljónir. Eins og greint frá fyrir skömmu var sá sjóður fjármagnaður með láni frá Landsbankanum, láni sem nú er til skoðunar hjá Fjármálaeftirlitinu."

Jamm, það verður ekki af Bjögga kallinum skafið að hann kann að reyta fjaðrirnar af fuglinum, jafnvel þó engar fjaðrir séu eftir, og kemst upp með það.

Maðurinn hefur jú skilið eftir sig sviðna jörð, hvar sem hann hefur stigið niður fæti, samanber Hafskip og fimm mánaða skilorðsdóminn sem hann fékk þá og hefur greinilega lært af reynslunni því svo kom Útvegsbankinn,já og Eimskip og Landsbankinn, jú og Icesave og hvað annað?

Sólbaðsstofur?  Vídeóleigur? Hvur veit. Kallinn hefur verið svo afkastamikill að það er ekki séns fyrir meðaljóninn að fylgjast með.

Ekki má gleyma "athafnamanninum" Hannesi Smárasyni, en hann er með forgangskröfu upp á rúmlega 1,2 milljarða í þrotabú Landsbankans .

Getur verið að þetta sé sá Hannes sem ásamt öðrum setti Sterling flugfélagið á hausinn?

Þegar hann ætlaði að kenna upphafsmönnum flugsins að reka flugfélag?

Nóg um það.

Hér er svo frétt sem vakti óskipta athygli mína.

"Ísland er í 8-10. sæti á nýjum lista stofnunarinnar Transparency International þar sem lagt er mat á spillingu í  180 ríkjum."

Hér varð ég kjafstopp. Það er ekkert hægt að segja annað en að það er af sem áður var. Úr efsta sæti og niðurávið. Þau voru ekki falleg lýsingarorðin sem notuð voru í útvarpsfréttunum.

Hvað skyldu annars orðtök eins og; Að ota sínum tota, og að skara eld að eigin köku þýða?

Svona rétt í lokin vil ég koma því á framfæri að síðan mín er ekki auglýsingamiðill!

Ég eyddi athugasemd sem var ekki í neinum tengslum við bloggfærsluna og mun gera slíkt aftur, ef þörf krefur.

Lifi hið lítið spillta Nýja-Ísland og þar til næst.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Maður er gráti næst - enn og aftur!

ASE (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 19:27

2 Smámynd: Hörður Þórðarson

"Ísland er í 8-10. sæti á nýjum lista stofnunarinnar Transparency International þar sem lagt er mat á spillingu í  180 ríkjum."

Ég held að einhver infæddur sem þekkir íslenskt samfélag ætti að fræða Transparency international um raunverulega stöðu mála. Ekki trúi ég að 170 ríki séu spilltari en Ísland.  Ég læt mér detta í hug að Zimbabwe sé spilltara en síðan lendi ég í vandræðum...

Hörður Þórðarson, 17.11.2009 kl. 20:43

3 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Ég get mér til að ástæðan fyrir því að Ísland er þó ekki neðar, séu hömlur á upplýsingaaðgengi í hinum 170 löndunum.

Þráinn Jökull Elísson, 17.11.2009 kl. 22:38

4 identicon

Mikið er ég sammála þér frændi mín tilfinning er sú að þetta breytist ekkert fyrr en að við gerum uppreisn og tökum þetta skítapakk og drekkjum því í DREKKINGARHYL að þingvöllum og það sem meira er að það skapar atvinnu en eini gallin er sá að það mundu allir gefa sína vinnu til þess að hreinsa landið af aumingum og þingvörðum þjófum sem því miður eru alltof margir

björn Karl þórðarson (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband