Af spillingu og öðrum sóðaskap.

Enn berast oss fréttir og þær ekki beint jákvæðar.

Getur það virkilega staðist að í dag, á tímum gagnsæis og heiðarleika, sé starfandi aðstoðarmaður félagsmálaráðherra einn af þeim sem lagt hafa fram kröfur í gamla Landsbankann upp á, ekki tugmilljónir króna, heldur hundruðir milljóna?

Ljótt er ef satt reynist.

Er ekki kominn tími á félagsmálaráðherra að taka til í eigin ranni?

Áfram gengur myllan og nú eru það" Bakkabræður."

Fjármálaeftirlitið hefur sektað Bakkabræður um fimm milljónir króna vegna brots á lögum um verðbréfaviðskipti.
Hvernig skyldi nú Lýður kallinn fara að með húskofann sinn, þið vitið þennan hálfbyggða þarna í Fljótshlíðinni?

Það gæti reynst erfitt að fjármagna slíkar framkvæmdir.

Svo er hér frétt sem hlýtur að hafa vakið athygli allra.

"Að minnsta kosti tveir af þeim fyrrverandi starfsmönnum Landsbankans sem gert hafa milljónakröfur í þrotabú Landsbankans eru með réttarstöðu grunaðs manns í Imon-málinu svokallaða."

Það er ekkert annað.

Þeir Steinþór Gunnarsson og Ívar Guðjónsson  kunna greinilega ekki að skammast sín.

Á sama tíma og við eymingjarnir erum að berjast við að halda þjóðarskútunni á floti þá voga þessir menn sér að koma fram með kröfur sem eru svo gjörsamlega út úr kortinu að það hálfa væri nóg.

Var nokkur að tala um siðblindu?

Í dag hafa okkur borist fréttir varðandi væntanlegar skattahækkanir og eins og fyrri daginn þá glamra þeir hæst,  sem óttast að missa spón úr aski sínum.

Ég hlustaði á þá félaga Bjarna Ben. og Sigmund Davíð í kvöldfréttunum og hreint út sagt þá blöskraði mér.

Vita drengstaularnir ekki að hér er kreppa?

Vita þeir ekki af hverju ?

Þær úrlausnir sem þeir báru á borð fyrir okkur voru fólgnar í árás á lífeyrissjóðina, einu sinni enn.

Löngu kominn tími á pjakkana að taka til hjá sjálfum sér og hafa svo vit á því að halda kjafti.

Og að lokum,; Lifi hið, vonandi, óspillta Nýja-Ísland og þar til næst.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Hefurðu ekki séð yfirlit yfir hrunaliðið úr Landsbankanum sem -  raðast hefur inn í hirð ríkisstjórnar Jóhönnu - það fer hér á eftir - fyrstur er á blaði sá sem gerir kröfu í þrotabú Landsbankans - Yngvi Örn Kristinsson.

Ráðgjafi - Jóhönnu Sigurðardótur forsætisráðherra er Yngvi Örn Kristinsson - hann var framkvæmdastjóri Verðbréfasviðs Landsbankans.

Aðstoðarmaður - Árna Páls Árnasonar félagsmálaráðherra er Yngvi Örn Kristinsson sá sami sem er ráðgjafi Jóhönnu - og gerir kröfu í þrotabú Landsbankans.

Aðstoðarmaður - Gylfa Magnússonar efnahags og viðskiptaráðherra er Benedikt Stefánsson - hann var í Greiningadeild Landsbankans.

Skrifstofustjóri í Efnahags og viðskiptaráðuneytinu er Björn Rúnar - hann var forstöðumaður í Greiningardeild Landsbankans.

Aðstoðarmaður - Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra er Arnar Guðmundsson - hann var í Greiningardeild Landsbankans.

Fulltrúi Íslands í AGS er - Edda Rós Karlsdóttir á vegum Samfylkingarinnar - hún var forstöðumaður  Greiningardeildar Landsbankans.

Það er ekki verra fyrir skattgreiðendur að vita hverjum er verið að greiða laun - nú vantar bara að vita hversu - HÁ - launin þeirra eru.

Benedikta E, 19.11.2009 kl. 01:24

2 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Mál Yngva og listi Benediktu sýnir hversu stjórnmálastéttin er algerlega vanhæf í að greiða úr málum.   

Í fréttunum í hádeginu var sagt frá því hvernig bankarnir svindluðu út lán úr Seðlabankanum með því að skrifa upp hverjir fyrir aðra. Upphæð lofbóluskuldabréfs sem Glitnir "gleymdi" að setja inn í bókhaldið svarar til um 2 milljónum á hverja 4 manna fjölskyldu í landinu.  Þetta var ekki fyrst frétt fréttatímans heldur sagt frá málinu í 3 eða 4. 

Sigurjón Þórðarson, 19.11.2009 kl. 13:46

3 identicon

Svona svona, verið ekki að persónugera hlutina,. Þið vitið að það má ekki á Ísland!

itg (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 17:37

4 Smámynd: Finnur Bárðarson

Nákvæmlega Sigmundur og Bjarni hafa ekki hugmynd um hvað kreppa er. Báðir eru eru þeir stóreignamenn. Hvernig eiga slíkir menn að vita hvað kreppa er. Áhyggjuefnið er eins og alltaf, afkoma auðkýfinga.

Finnur Bárðarson, 19.11.2009 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband