1.12.2009 | 21:04
Maddömur og fleira fólk.
Stundum rek ég augun í frétt sem fangar athygli mína óskipta.
Í þetta skiptið er um að ræða frétt/fréttir á því ágæta riti visir.is.
Nú ætla ég ekki að fetta fingur út í smá málfræðivillur eða einhverjar ambögur sem oftar en ekki virðast fylgja þeim Vísis mönnum.
Alls ekki.
Það er hollt að hlæja.
En, nú er það semsagt hin svokallaða "Miðbaugsmaddama" sem dæmd hefur verið fyrir að reka pútnahús.
So what?
Er þetta nokkuð annað en sjálfsbjargarviðleitni?
Svo ekki sé minnst á þá þjónustu sem áðurnefnd "hús" veita atvinnulausum ,örmagna, útslitnum og í stöku tilfellum blönkum" heimilisfeðrum" (einhversstaðar eiga þeir jú heima), að ógleymdum þeim sem vilja hvíla sig frá dagsins önn.
Fjandans vesen hjá stelpu sem var á góðri leið með að byggja upp gott "sprota"fyrirtæki að fara svo að sulla með eiturlyf.
Eins og ég hef alltaf sagt: Það fer ekki saman að reka útgerð og fjárfestingarfélag.
En lífsbjörgin er á næsta leiti þar sem hennar ágæti verjandi hefur lýst því yfir að öllum pakkanum verði áfrýjað til "Hæstaréttar," á þeim forsendum að þetta sé jú alltof þungur dómur.
Ég er honum svo hjartanlega sammála. Maður getur vel ímyndað sér örvæntingu viðskiptavinanna (það ku heita það í dag) ef bixið lokar.
Nei takk. Það gengur ekki.
Hins vegar mætti benda stjórnvöldum á að skattleggja "athafnasemina", það gæti skilað nokkrum þúsundköllum í gjaldþrota ríkiskassann í staðinn fyrir að velta öllu puðinu yfir á okkur sem borgum skatta, þ.e. öryrkjar, aldraðir og verkafólk.
Í hvert skipti sem ég heyri talað um gagnsæi læðast að mér ljótar hugsanir. Ég hef að öllum líkindum misskilið túlkun stjórnarliðins á þessu orði.
Ég var svo einfaldur að halda að gagnsæi þýddi að nú fengjum við óbreyttir að fylgjast með sem því er að ger(j)ast innandyra hjá stjórnarliðinu en það er augljóslega rangt.
Kolrangt.
Vonandi fer eitthvað að breytast nú þegar Kaup..úps, ég átti að sjálfsögðu við gamla Búnaðarbankann sem skipt hefur ham ,oftar en nöfnum tjáir að nefna, hefur fengið nýja eigendur.
Þá er bara að stefna á bjartsýnisverðlaunin og biðja þess að nú, loksins, takist að uppræta margra kynslóða gamla spillingu.
Lifi nýja og hérumbil óspillta landið okkar og þar til næst.
Athugasemdir
Ég kannast við 4 af stelpunum sem þessi "Miðbaugsmaddama" gerði út, þær voru ekki glaðar. Þær komu á barinn til þess að drekka sig blindfullar, ég vorkenndi þeim öllum. Þetta voru ekki hamingjusamar konur, það get ég sagt þér.....
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 2.12.2009 kl. 01:01
Sæll Iceberg og Jóna. Jóna, vinnandi á bar, með prýðilega dómgreind og sjálfsvirðingu, sér auðvitað margt í litlu næturlífsborginni, sem engan óraði fyrir.
Þessi starfsgrein hefur trúlega alltaf þrifist í undirheimum borgarinnar og ekki lifandi leið að stoppa hana, á meðan eftirspurn er.
Óþolandi er hins vegar að þessir alþingismenn og konur, sem eru mörg hver með misjafnan "bar" feril (í stórborgum erlendis) skuli setja sig á háa stóla og þykjast hafa vit og vizku fyrir okkur skrælingjunum. Þeim væri nær að kalla inn í nefnd, fólk eins og Jónu og fleiri, sem áreiðanlega hafa myndað sér heilbrigða skoðun á hvernig hægt er að beita hömlum á þessa starfsemi.
(fyrirgefiði pirringinn, er í arfaslæmu skapi í dag)
Jenný Stefanía Jensdóttir, 2.12.2009 kl. 03:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.