Enn dynja ótíðindin á okkur...

...og nú er það Glitnir.

Þessar fréttir ættu ekki að koma neinum á óvart nema þá helst fyrrverandi ráðamönnum bankans, hvar svo sem þeir fela sig í dag.

Hvar var Fjármálaeftirlitið??

Mér finnst reyndar, eftir níu ára búsetu hérlendis, að kastljósið hafi beinst einum um of að þeim sem síst eiga það skilið, þ. e. þeim sem virkilega eiga sök á þeim hörmungum sem íslenska þjóðin gengur í gegnum, í dag.

Viðkomandi drita afsökunarbeiðnum til hægri og vinstri, gráta krókódílstárum og halda svo uppteknum hætti.

Ekki orð um heimskreppu. Okkar vandamál er heimatilbúið.

Sem má skrifast á reikning tiltölulega fámenns hóps sem með græðgisglampann í glyrnunum hélt sig vera gjaldgengan innan "elítunnar" erlendis en uppskar athlægi.

Senn kemur að skuldadögum þó mér finnist hlutirnir mættu ganga hraðar en "Vel skal vanda til verksins."

Nú skulum við aðeins kíkja á (viðskipta) siðferði.

Nú situr Ársæll nokkur Hafsteinsson sem einn af yfirmönnum skilanefndar Landsbankans, sem er ekki í frásögur færandi , væri það ekki fyrir þá staðreynd að hann var áður yfir útlánaeftirliti Landsbankans.

Það kemur eitt og annað athyglisvert fram í frétt Vísis og þá sérstaklega svör Ársæls við, kannski, óþægilegum spurningum.

" Hann sagði tengsl sín við Björgólf Guðmundsson engin.  Hann kom ekki nálægt þeim ákvörðunum skilanefndar og slitastjórnar um að krefja fyrrverandi bankastjóra Landsbankans um "þessa milljarða."  "Hann sagðist ekki hafa verið, sem yfirmaður lögfræðisviðs og útlánaeftirlits Landsbankans, í stöðu til að stöðva einstakar lánveitingar."

Augljóslega hefur Ársæll ekki verið hærra metinn en grunnskóladrengurinn sem ber út póstinn í sumarfríinu sínu. Sennilega hefur hann sofið á sínu græna eyra þegar allar stærri ákvarðanir voru teknar.

Sennilega þekkir hann ekki orð eins og viðskiptasiðferði.

Erlendis, í það minnsta í siðmenntuðum löndum, er þumalputtareglan sú að leiki minnsti grunur á að starfsmaður hafi ekki staðið sig sem skyldi, víkur sá hinn sami til hliðar á meðan á rannsókn stendur. Fyrirkomulag sem því miður verður seint eða aldrei tekið upp hérlendis.

Allir hafa jú eitthvað að fela.

Af nógu er að taka en þó svo við öryrkjar og aldraðir höfum verið skikkaðir til að borga skuldir óreiðumanna, samanber frystingu lífeyris frá 1. 1. 2011, þá verður svefninn ekki tekinn frá okkur.

Ekki enn.

Ég vona að þessar hugleiðingar mínar veki fólk til umhugsunar og þar til næst.

 

 

 

 

 


mbl.is Segja að bókhald Glitnis hafi verið í molum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það hlýtur að fara að koma að því að einhverjir af skúrkum bankakerfisins verði handteknir,annað er ekki réttlætanlegt.Einnig þarf að kanna betur hlutleysi og kæruleysi stjórnmálamanna og eftirlitsaðila, þeir eiga ekki síður sök á því hvernig fór, þó þeir sverji allt af sér í ræðum og blaðaskrifum. Það er sama í hvaða flokki þeir eru, þó sýnist manni að sjálstæðisflokkurinn og framsókn hafi sýnt af sér mestu vanræksluna í sinni stjórnartíð, mesta ábyrgðin hlýtur að vera á skipstjóranum í brúnni . Það er hart að afleiðingar hrunsins skuli bitna verst á sjúkum, öldruðum og öryrkjum sem að er ætíð þeir sem verða fyir barðinu á niðurskurði í þjóðfélaginu.Mikið væri hægt að spara í þjóðfélaginu ef allir væru á sömu eftirlaunum og ellilífeyri við starfslok, það væri líka hæfileg refsing á gjörðir pólitíkusanna.Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna ættu að beita sér fyrir því, í stað þess að skerða réttindi þeirra er minnst mega sín.  

Sigurgeir Árnason. (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband