Hættulegt Árni Páll ??

Ég hef hingað til ekki haft neina ofurtrú á gáfnafari háttvirts viðskiptaráðherra okkar en nú tekur út yfir allan þjófabálk.

Nú skal selja.

Og dýrt skal það vera.

Finnst ykkur góða fólk ekkert athugavert við tilboð Kínverjans að kaupa 300 ferkílómetra fyrir einn milljarð króna ?? Án vatnsréttinda ?? 

Það skýtur skökku við að maður sem kemur úr kommúnistaríkinu Kína, þar sem allir skulu vera jafnir, skuli hafa yfir allt að því ótakmörkuðum fjármunum að ráða.

Í framhaldi af því kemur mér í huga sagan "Animal farm." Allir eru jafnir, en...sumir eru jafnari en aðrir. Fyrir ekki svo löngu síðan las ég mjög greinargott viðtal við Pétur, hótelstjórann í Reynihlíð í Mývatnssveit þar sem hann lýsti yfir áhyggjum sínum varðandi væntanlega "loftkastalabyggingu" þarna upp á öræfum. Of langt mál yrði að tíunda allt sem þar kom fram, það getur hver sem er fundið það á netinu, en ég get með sanni tekið undir hvert einasta orð.

Það er löngu vitað mál að takist Kínverjum að troða stórutánni inn þá fylgir þeim ótakmarkaður fjöldi fólks, spilling og sviðin slóð.

Samanber Ítalía .

Það hlýtur hver sæmilega þenkjandi maður að átta sig á svikamyllunni sem að baki býr þvílíku kauptilboði.

Nema þá helst háttvirtur viðskiptaráðherra vor sem reyndar hefur lýst því yfir að hann sé ómögulegur í stærðfræði.

Að ógleymdum þeim sem ekki sjá nekt keisarans fyrir græðgisglampanum í eigin glyrnum.

Sem leiðir hugann að því sem að baki kynni að búa.

Nú vil ég ekki ganga svo langt að ætla löndum mínum að þeir séu komnir á mála hjá Kínverjum en samt sem áður læðast að mér margar sóða hugsanir.

Von mín er sú að innaríkisráðherra taki ekkert tillit til þeirra sem græðginnar vegna sjá ekki að þeir kasta krónunni í von um skjótan og auðfenginn auragróða.

Blessi ykkur öll og þar til næst.

 

 


mbl.is Hættulegt að lokast frá umheiminum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Danir settu bann við landsölu til útlendinga áður en þeir gengu í ESB og voru þá sérstaklega með Þjóðverja í huga. Hér mega allir á EES svæðinu kaupa land án skilyrða. Mér heyrðist Árni Páll gefa í skyn að ef Ögmundur gæfi ekki leyfið þá myndi Hubo Nubo bara kaupa það með aðstoð einhvers evrópsks lepps.

 Við verðum að vona að Ögmundur láti ekki siðlausann samfylking snúa á sig. 

Ragnhildur Kolka, 9.11.2011 kl. 22:21

2 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Það er kominn tími á kosningar.

Þráinn Jökull Elísson, 9.11.2011 kl. 22:43

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Danir voru neyddir til að banna landsölu, því þjóðverjar voru búnir að kaupa upp flesta sumarbústaði sem lágu að baðströndum Danmerkur alla vega í Vejle og Horsens, sem eru vinsælir ferðamanna staðir. Og þar voru þjóðaverjar búnir að einoka allar strendur og girða af svo danir komust ekki að.  Þetta er bara vandamál sem við verðum að skoða vel. Það var því alveg frábært af dönum að taka af skarið og ógilda þessar sölur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.11.2011 kl. 23:54

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Sæll Þráinn, er nema von að læðist að manni miður góðar hugsanir,eftir að hafa staðið stjórnvöld að lúmskum svikum gegn þjóðinn. Verum vel á verði og mótmælum hástöfum sölu á Grímstöðum á Fjöllum.

Helga Kristjánsdóttir, 10.11.2011 kl. 00:08

5 Smámynd: Bergljót Gunnarsdóttir

Það bara má ekki gerast, svo einfalt er málið!

Bergljót Gunnarsdóttir, 10.11.2011 kl. 14:44

6 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Landið er ekki stórt og fljótgert að missa það allt- því á Alþingi virðast sitja menn sem skrifa hver öðrum - minnismiða- svo er annað - það er mútuþægir embættismenn sem eru her á þingi.   OG ENGIN LÖG NÁ YFIR.

Erla Magna Alexandersdóttir, 10.11.2011 kl. 14:51

7 identicon

Þú hefur lög að mæla Þráinn, þessu verður að sporna gegn með öllum tiltækum ráðum.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 10.11.2011 kl. 15:22

8 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

af hverju má útlent hótel þá rísa við Hörpu........og við erum að tala um Grímsstaði á fjöllum ....Eyðimörk

Einar Bragi Bragason., 10.11.2011 kl. 15:48

9 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Útlendingar eiga fullt af stöðum á Íslandi td á Vopnafirði og á Seyðisfirði

Einar Bragi Bragason., 10.11.2011 kl. 16:09

10 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

eyjan.is/.../las-vegas-islands-hotelstjori-finnur-aaetlunum-nobu-ymisl...

Þráinn Jökull Elísson, 10.11.2011 kl. 17:33

11 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Margir sem hafa haft viðskipti við kínverja vita að þeir eru mjög sleipir og svífist einskís. Mér dettur eitt í hug og ég er mjög hrædd um þetta:

Kínverjar eiga við mörg mengunarvandamál að stríða enda eru þeir ekki mannanna bestir að spá í slíka hluti. Hagvöxtur skal það vera! Kannast þið við þetta úr eigin landi? Ætli það sé ekki gott að eiga stað á eyju langt norður í haf þar sem hægt er að losa sig við og urða óæskileg efni?

Úrsúla Jünemann, 19.11.2011 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband