Góðgerðarfélög notuð eða misnotuð í skattaskjólum.

Góðgerðarsamtök hafa á stundum verið fengin til að vera skráð eigendur (beneficial owner) félaga eða sjálfseignarsjóða í skattaskjólum. Það er líka þekkt að slík félög hafi verið skráð eigendur án vitneskju forsvarsmanna félaganna.

Í frétt í Morgunblaðinu í gær kom fram að Rauði krossinn hefði verið skráður eigandi (beneficial owner) sjálfseignarsjóðsins Aurora, sem síðan átti félagið Zimham. Það félag átti hlutabréf í Landsbankanum á móti kaupréttum starfsmanna.

Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst er það Rauði krossinn í Panama eða Guernsey sem um ræðir.

Skyldi vera mögulegt að frysta inneign sjóðsins áður en henni verður komið í annað skattaskjól?

Spyr einn fáfróður.

Þar til næst.


mbl.is Góðgerðarfélög notuð eða misnotuð í skattaskjólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband