Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins ætla að þiggja biðlaun .

Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra hefur afþakkað biðlaun og er hann þar með sá eini sem hefur gert það. Þegar haft var samband við ráðherra Sjálfstæðisflokks og þeir beðnir um svör lét Árni M. Matthiesen fjármálaráðherra hafa eftir sér; “Venjulega þiggur maður það sem að manni er rétt.” En eins og kemur fram í frétt á visir.is telja ráðherrar það sjálfsagt að nýta sér þennan rétt sinn eins og menn hafa gert síðustu ár.

Laun ráðherra geta numið allt að 855 þúsund krónur á mánuði að forsætisráðherra undanteknum en hann hefur 935 þúsund krónur í laun á mánuði. Allir þingmenn, þar með taldir þingmenn hafa 520 þúsund krónur á mánuði. Biðlaunin miðast við mismuninn af þingmannalaunum og ráðherralaunum. Þ.e.a.s. 335 þúsund krónur hjá ráðherrum en 415 þúsund hjá forsætisráðherra.

Mín heitasta ósk, um þessar mundir, er sú að þetta forstokkaða lið eigi eftir að lenda í þeirri aðstöðu að draga fram lífið á eitthundraðtuttuguog fimm þúsundum á mánuði!

Þar til næst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband