Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ekki á leið í samstarf.

Geir H. Haarde segir að langt sé í að Sjálfstæðisflokkur og Samfylking fari aftur saman í samstarf. Þetta kom fram í spjalli Geirs við Sölva Tryggvason á Skjá einum nú í kvöld. Geir sagðist biðjast afsökunar á öllum þeim mistökum sem hann hefur gert.

„Þetta með afsökunarbeiðnina er svolítið flókið mál. Ég ber auðvitað ábyrgð á öllum þeim mistökum sem ég hef gert og þau eru sjálfsagt mörg. Ég get beðist afsökunar á því," sagði Geir en mistök annarra svosem einkaaðila og aðila erlendis frá gæti hann ekki borið ábyrgð á.

"Ég veit eiginlega ekki hvernig ég á að svara því heldur verða menn að leita að því hvar ábyrgðin liggur í málinu. Það er nú sérstaklega verið að rannsaka það núna og mér þykir miður að þetta skyldi gerast og það finnst öllum."

Geir sagði að fyrir kosningarnar 2007 hefðu allir flokkar verið ánægðir með það sem var að gerast í bankaheiminum og enginn hefði sagt neitt.

Mér finnst þetta komi ansi seint fram.

Fyrrverandi forsætisráðherra svaf á verðinum rétt eins og alltof margir aðrir.

Úr því hann lýsir því yfir að hann beri ábyrgð á öllum þeim mistökum sem hann hefur gert, því er hann þá ekki dreginn til ábyrgðar?

Þar til næst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband