Arðgreiðslum OR ekki haggað.

Hæstvirtur (?) borgarstjóri Reykjavíkurborgar, Hanna Birna Kristjánsdóttir segist sammála þeirri niður­stöðu stjórnar Orkuveitunnar að greiða eigendum sínum 800 milljóna króna arð vegna ársins 2008. Það er helmingi lægri upphæð en undanfarin ár, og 1,7 prósent af eigin fé fyrirtækisins um áramót. Reykjavíkurborg á stærstan hlut í Orkuveitunni, en önnur sveitar­félög eiga minni hlut.

 Fulltrúar starfsmanna hafa gagnrýnt að greiddur sé arður á sama tíma og laun starfsmanna hafi lækkað. Þess hefur verið krafist að launalækkunin verði dregin til baka.

Hanna Birna segir málin ótengd. Öll sveitarfélögin sem eigi Orkuveituna séu í þeirri stöðu að þurfa að draga úr launakostnaði, eins og mörg fyrirtæki í einkageiranum. Að sjálfsögðu geri sveitarfélögin sömu kröfur til fyrirtækis í þeirra eigu.

Gott og vel, en gætir ekki einhverrar tvíræðni í orðum borgarstjórans?

Hún talar um að draga þurfi úr launakostnaði.

Hvað með 400 millurnar sem spöruðust með launalækkun starfsmanna?

Er það ekki sparnaður?

Daman blaðrar um óskyld mál án þess að útskýra orð sín frekar.

Hvernig getur hún útskýrt arðgreiðslur Orkuveitunnar þegar "draga þarf úr launakostnaði"?

Íslenska þjóðfélagið er á hvínandi kúpunni en á sama tíma reynir þessi vesalings (siðblinda)? kona að réttlæta áframhaldandi sukk og svínarí ( það skyldi þó aldrei vera að stjórnendur O.R. séu flokksbræður hennar )?

Mér þætti ofur fróðlegt að sjá yfirlit yfir einkaneyslu forstjóra O.R.

Hver borgar veislurnar, limúsínurnar já og einkaþoturnar?

Mér finnst það líka helvíti hart að á sama tíma og vinstri stjórnin er að reyna að uppræta margra kynslóða spillingu þá er engu líkara en ákveðinn hópur innan íslenska samfélagsins komist upp með gömlu taktana og haldi sínu striki, á kostnað okkar "litla fólksins".

Það er ansi margt sem þarf að lagfæra í íslenska þjóðfélaginu  og ég vona svo sannarlega að það takist.

Þar til næst.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég trúi varla að starfsmenn Orkuveitunnar láti þetta yfir sig ganga. Þetta er ótrúleg siðblinda og sýnir okkur hvað við erum orðin skemmd. Þvílíkir skíthælar og dónar.....maður á vart til orð.

Ingi (IP-tala skráð) 18.5.2009 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband