Nú er nóg komið.

Þessar fréttir eru vægast skelfilegar, ef réttar eru, sem ég efast ekki hið minnsta um.

Fréttaskýring: Baugur kominn í þrot í mars 2008 og Kaupþing vissi af því!

Stjórnendur íslensku bankanna, sjóðsstjórar og yfirmenn lífeyrissjóða vissu að Baugur var kominn í greiðsluþrot í mars í fyrra og að önnur stór eignarhaldsfélög væru í reynd gjaldþrota líka.

Ég er kominn á þá skoðun,Nota Bene sem mér leyfist jú að hafa, að ítalska Mafían sé eins og kórdrengir samanborið við þá ofurlaunamenn sem bera ábyrgð á þessum óförum sem dynja á okkur daglega.

HVAR ER ÁBYRGÐIN NÚ?

Það kæmi mér ekki á óvart þó hér væri dágóður hópur fólks sem vill Evu Joly á brott.

Ég skammast mín fyrir þjóðerni mitt í dag!

Eva Joly leysti svo hressilega frá skjóðunni með þeim afleiðingum að þjóðin titraði og að sjálfsögðu fóru fréttirnar í heimspressuna einu sinni enn.

Ein niðurlægingin í viðbót.

Er ekki kominn tími til að stækka Kvíabryggju aftur?

Litla Hraun er sennilega ekki nógu flott fyrir þessa hvítlibbamenn.

Ég vona að þrátt fyrir allt takist mér að herða upp hugann og pilla mig aftur til Færeyja en þó vel verði tekið á móti mér hafa Færeyingar gálgahúmorinn í lagi.

Þar til næst.


mbl.is Baugur kominn í þrot í mars 2008 og Kaupþing vissi af því
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband