Skyldi hengingarólin vera farin að þrengja...

 

...að ofurviðkvæmum hálsum einhverra?

Fyrrverandi stjórnendur Landsbankans segjast ekki hafa litið á Björgólf Thor Björgólfsson sem tengdan aðila þegar útibú bankans í Lundúnum lánaði félagi hans, Novator Pharma, 43 milljarða króna.

Lánið var veitt þrátt fyrir að Björgólfur hafi átt stærsta einstaka hlutann í Landsbankanum ásamt föður sínum Björgólfi Guðmundssyni.

Samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki má áhætta vegna eins eða fleiri innbyrðis tengdra viðskiptamanna ekki fara fram úr 25% af eiginfjárgrunni fjármálafyrirtækis.

Þá hefur Fjármálaeftirlitið staðfest við fréttastofu að lög um hámark lána til tengdra aðila eigi við þó um yfirteknar skuldir sé að ræða.

Það er víða pottur brotinn.

Í tilkynningu sem talsmaður Björgólfsfeðga sendi til allra fjölmiðla í kjölfar fréttar Ríkisútvarpsins á mánudagskvöld um lánveitingar Landsbankans til tengdra aðila, var fullyrt að lagagreinin ætti ekki við um yfirtöku Grettis, fjárfestingarfélags Björgólfs Guðmundssonar á skuld félagsins við Landsbankann. Í samtali við fréttastofu í dag baðst talsmaður feðganna afsökunar á þessum fullyrðingum sínum og dregur þær til baka.

Frá þessari stundu tek ég öllu með fyrirvara sem berst frá talsmanni þeirra feðga.

Þess má geta að skoðun á aðdraganda og afleiðingum á falli Straums er ekki lokið en búast má við skýrslu þar að lútandi í byrjun næsta mánaðar.

Og enn berast oss fréttir.

Ekki er búið að taka ákvörðun um afskriftir láns til Björgólfsfeðga. Lánið er til komið vegna kaupa þeirra á Landsbanka Íslands árið 2002. Þetta staðfesti Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Nýja Kaupþings, í samtali við Fréttablaðið.

Greint var frá því í byrjun júlí að þeir feðgar hefðu boðist til að greiða um 40 til 50 prósent af eftirstandandi skuld við Kaupþing sem talin er nema 5,9 milljörðum króna.

Nú get ég fjandakornið ekki orða bundist.

Það eru augljóslega engin takmörk fyrir ósvífninni og siðblindunni. 

Skyldu þeir hafa "plantað" heimildarmanni fréttastofu Stöðvar 2 og ef svo er, í hvaða tilgangi?

Til að vekja samúð?

Ekki séns. Þjóðin er búin að fá nóg.

Það nægir að vitna í frétt Rúv. fyrr í kvöld.

"Icesave-málið er meðal þess sem veldur því að hætta er á að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn fresti endurskoðun sinni á efnahagsáætlun Íslands og þar með lánafyrirgreiðslu. Íslensk stjórnvöld vinna nú að því að koma í veg fyrir það en eru svartsýn á að það takist."

Nóg komið að sinni.

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

  • Þessir kónar eru ekki alveg saklausir af Icesave málunum. Það bara má ekki gefa þessum Björgólfsmönnum neitt eftir.
  • Ekki er þetta í fyrsta sinn sem eldri gripurinn hefur sett íslenska þjóð í vanda.
  • Með Hafskip hrundi einnig Útvegsbankinn forðum

Kristbjörn Árnason, 30.7.2009 kl. 07:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband