Icesave og aftur Icesave.

 

Það var fróðlegt að fylgjast með Kastljósinu í kvöld.

Steingrímur var beinskeyttur að vanda og svaraði stjórnanda þáttarins skýrt og skorinort eins og honum einum er lagið.

Þó fannst mér skorta á eitt.

Það var aldrei minnst einu orði á þá óráðsíumenn sem stofnuðu til Icesave skuldanna.

Af hverju ekki?

Af hverju eru þeir ekki látnir svara til saka?

Nú er Björgólfur eldri búinn að lýsa sig gjaldþrota en hvað varð um eignirnar?

Einhverjar hljóta þær að hafa verið.

Voru þær kannski fluttar á soninn?

Þær eru ansi margar spurningarnar sem enn er ósvarað.

Kannski fáum við óbreyttur almúginn aldrei svör.

Við borgum bara brúsann.

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þú hefur greinilega ekki verið að horfa á sama Steingrím J. og þjóðin. Sigmar grillaði fjármálaráðherrann gjörsamlega. Svo mikið að gamli yrjótti tweed jakkinn með olnbogabótunum var allt í einu orðinn kolsvartur.

Steingrímur fór undan í flæmingi í flestum spurningum. Svaraði þeim annað hvort ekki neitt, eða samþykkti þá gagnrýni sem Sigmar beindi að honum.

Virkun í neðri þjórsá

Aðild að ESB

Samþykkja Ice-save og þjóðina í skuldaklafa

Þetta voru þau mál sem Steingrímur barðist hart gegn fyrir kosningar, en nú talar hann eins og blaðafulltrúi Breta í Ice-save. Það var aumkunarvert að hlusta upp á manninn í kvöld. Uppgjöfin skein úr augum hans.

það var með ólíkindum að hann skyldi ekki einu sinni taka undir þá gagnrýni Sigmars að VG þyrftu að samþykkja allt sem Samfylking legði til, og fá ekkert í staðin.

Auðvitað þarf að koma böndum á á þá sem voru að valda þessu hruni. það voru nokkrir "business" menn sem störfuðu í skjóli forseta Íslands og Samfylkingar, samstarfsflokks VG.

VG eru í lykilaðstöðu til að gera eitthvað í málinu. Þessi flokkur er búinn að vera í stjórn síðan um áramót. Samt hefur ekkert gerst. Ekki hefur bankaleynd verið aflétt. Það þurfti breska auglýsingastofu til þess að hreyfa við þeim málum.

Það er nákvæmlega ekkert að gerast hjá Steingrími og co. fyrir utan að hann er að vinna að því öllum árum að hneppa íslenska alþýðu í skuldafangelsi, að algerri óþörfu.

Líklega verður Steingríms J. minnst sem þjóðnýðings og ómerkings. Það er ekki ósennilegt.

joi (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 22:04

2 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Túlki hver fyrir sig.

Þó vil ég að það komi skýrt fram að ég er ekki VG maður.

Kallinn er svo sannarlega ekki öfundsverður af því hlutskipti sem hann hefur kosið sér.

Þráinn Jökull Elísson, 6.8.2009 kl. 22:24

3 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Það verður ekkert virkjað nema raforkan fari í hreinan iðnað.

Steingrímur var að ræða stjórnmál en ekki sakamál og hann gætir sig á því að nefna þá ekki útrásarglæponana.

Mér fannst hann standa sig mjög vel og útskýrði nú hvaða stjórnmálamenn  það voru sem komu þjóðinni á þennan klafa.

Kristbjörn Árnason, 6.8.2009 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband