Ætla menn aldrei að læra af reynslunni?

 

Klukkan 08:26 í morgun birtist frétt á mbl. undir fyrirsögninni : Gamli Landsbanki afskrifar skuldir Magnúsar.

Klukkan 14:28  birtist svo önnur frétt undir fyrirsögninni : Engar afskriftir hjá Magnúsi.

Þetta fannst mér merkilegur fréttaflutningur.

Stórmerkilegur.

Sérstaklega í ljósi þess að í millitíðinni blogguðu 59 ( fimmtíu og níu ) manns um morgunfréttina og var heitt í hamsi.

Þeir hefðu reyndar átt að vera 60 ( sextíu ) , einhverra hluta vegna slapp bloggfærslan mín ekki inn, en það er kannski önnur saga.

Skyldu vera einhver tengsl þarna á milli?

Og enn berast oss fréttir. Frown

Straumur-Burðarás fjárfestingarbanki, sem tekinn var yfir af Fjármálaeftirlitinu, hefur unnið að því að ná samkomulagi við kröfuhafa um áframhaldandi starfsemi.

 Í áætlunum sem liggja fyrir leggja stjórnendur Straums til að þeir fái að 2,7 milljarða króna í bónusgreiðslur til viðbótar við hefðbundin laun.

Á hvaða efnum ætli þessir menn séu?

Að uppfylltum ákveðnum skilyrðum getur þessi upphæð orðið 10,8 milljarðar króna.

Eru litlir kallar á litla Íslandi að reyna að vera stórir kallar?

Starfsmenn almennt hafi nægilegan hvata til þess að hámarka söluandvirði eigna til góðs fyrir alla,“ segir Óttar Pálsson.

Hugmyndafræðin á bakvið hvatakerfið miðar að því að sex prósent umfram það sem fæst upp í almennar ótryggðar kröfur í gjaldþroti muni fara í hvatagreiðslur til starfsmanna. Með því telja stjórnendur Straums að verið sé að tengja saman hagsmuni starfsmanna og kröfuhafa félagsins til framtíðar.

Stjórnendur Straums telja að þessar tillögur um hvatakerfi séu mjög skynsamlegar og eðlilegar.

Sem sagt, fylleríspartýið heldur áfram.

Er ekki kominn tíminn á menn sem hugsa á þennan hátt að fá hvíld og þá í viðeigandi klefum?

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Engar afskriftir hjá Magnúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband