Að loknum umræðum.

 

Ég hlustaði á stefnuræðu forætisráðherra og þá ekki síður á það sem stjórnarandstaðan hafði fram að færa.

Mér fannst þeir Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson standa sig einna best þegar að því kom að fræða okkur óbreytta hversu röng stefna ríkisstjórnarinnar væri og hér þyrfti aðgerðir.

Þeim láðist reyndar að kryfja málin til mergjar og segja okkur nákvæmlega hvernig þeir myndu taka á þeim gríðarmikla vanda sem ríkisstjórnin glímir við.

Nú er því haldið fram að Ögmundur haldi ríkisstjórninni í gíslingu.

Ekki er öll vitleysan eins.

Það er AGS sem heldur ríkisstjórn og öllu íslenska samfélaginu í heljargreipum með þeim skilyrðum sem okkur eru sett.

Árið 2013 á ríkisreksturinn að vera orðinn hallalaus. Á þeim stutta tíma sem er til stefnu á að knésetja okkur algerlega svo hægt verði að berja okkur - enn meir - til hlýðni og undirgefni.

Enda hefur AGS hvarvetna skilið eftir sig sviðna jörð.

Nú er bara að reyna og vera fjandanum bjartsýnni.

Þar til næst.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég verð stundum ofvirk þegar ég tek til á bloggvinalistanum mínum :) 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.10.2009 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband