Gagnlegur fundur Steingrímur?

 

Halló!!!

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er búinn að draga okkur Íslendinga á asnaeyrunum frá fyrstu stundu og nú er talað um gagnlegan fund.

Allt tal um samúð, skilning og brautargengi er ofur einfaldlega ekki nóg.

Allt þetta tal hefði átt að eiga sér stað fyrir mörgum mánuðum.

Hver veit nema slíkt hafi gerst.

Það hefur ekki farið mikið fyrir gegnsæi í þessum umræðum.

Og nú, til að bíta höfuðið af skömminni, þá á að snúa sér til stóra bróður í austri. Þá held ég að AGS sé þó skárri kosturinn.

Það verður að segjast eins og er að lán frá Rússum myndi ekki leiða til vaxandi trausts hvað snertir lánsmöguleika okkar í löndum okkur nær.

Það gæti farið svo að besta lausnin yrði sú að við yrðum laus við AGS (og Rússana) þó svo það hefði í för með sér niðursveiflu á gengi íslensku krónunnar, ástand sem aldrei yrði nema tímabundið.

En sitt sýnist hverjum eins og berlega kom í ljós í gærkvöldi að lokinni stefnuræðu forsætisráðherra, þar sem hver höndin var á móti annari.

Ég hélt í einfeldni minni að í eitt einasta skipti gætu öll dýrin í skóginum verið vinir.

En, því miður, þetta er ekki Thorbjörn Egner með dýrin sín í Hálsaskógi heldur ískaldur veruleikinn.

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Gagnlegur fundur með AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband