12.9.2009 | 19:34
Góðar fréttir daglega.
Eftirfarandi má lesa á síðum Vísi í dag.
Sérstakur saksóknari fær aðgang að gögnum í Bretlandi og Lúxemborg.
Sosum löngu tímabært en betra seint en aldrei.
Ég minnist orða Evu Joly er hún sagði: "Allar færslur er hægt að rekja."
Næsta skref hlýtur að vera að koma á slíkri samvinnu við yfirvöld á Tortola.
Skyldi hengingarólin ekki vera farin að þrengja að hálsum einhverra?
Þar til næst.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2009 | 23:23
"Góðir hlutir gerast hægt...
...en gerast samt."
Hér með bið ég alla hlutaðeigandi afsökunar, hafi ég höggvið fullnærri þeim í fyrri bloggfærslum mínum, þar sem ég hef grenjað um seinagang réttvísinnar.
Nú- loksins- er komið á daginn að unnið er á fullu á bak við tjöldin-eðlilega- að rannsóknum vegna fjármálahrunsins á Íslandi.
Haft er eftir Ólafi Haukssyni, sérstökum saksóknara, að enda þótt hann geti ekki fjallað um einstök dæmi, liggi margar leiðir til Bretlands.
Fundur Ólafs Haukssonar og ráðgjafa hans Evu Joly með fulltrúum Serious Fraud Office, efnahagsbrotalögreglunni bresku og yfirmanni hennar, Richard Alderman á örugglega eftir að skila góðum árangri.
Loksins hefur maður eitthvað að gleðjast yfir.
Þar til næst.
![]() |
Áætlar að 60-70 hrunmál komi til rannsóknar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2009 | 17:55
Þar fengu Norðurlöndin það óþvegið.
Enn og aftur sýna Færeyingar stuðning sinn við okkur.
Í þetta skiptið stóð Högni Hoydal upp í danska þinginu og lét í ljós skoðun sína á norrænni samvinnu.
Ég ætla ekki að hafa mörg orð um þetta en hvet alla til að lesa fréttina.
Ég tek ofan fyrir Högna.
Þar til næst.
![]() |
Høgni Hoydal gagnrýnir Norðurlöndin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.9.2009 | 23:01
Athyglisvert, mjöög athyglisvert.
Kæra á hendur blaðamönnum er ekki rétta leiðin til að tryggja leynd um trúnaðargögn, sagði Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra.
Gylfi vék að málum blaðamannanna fimm sem voru sakaðir af FME um að hafa brotið bankaleynd en kærum á hendur þeim hefur nú verið vísað frá af Birni L. Bergssyni, settum ríkissaksóknara vegna mála sem tengjast bankahruninu.
Frábært.
Þá ættu saksóknarar, settir eður ei, að geta snúið sér að málum sem virkilega skipta okkur miklu, þ.e. að rannsaka mál þeirra fjárglæframanna sem í skjóli bankaleyndar blóðmjólkuðu þjóðina.
Einn þeirra, Jón Ásgeir Jóhannesson gekk jafnvel svo langt í þættinum "Silfur Egils" á síðasta ári að halda því fram að hann kannaðist ekkert við eyjuna Tortola.
Gott og vel en það kom svo á daginn að helsta eignarhaldsfélag hans, Gaumur Holding, er stofnað á Tortola og talsverðar eignir geymdar þar.
Skyldi drengurinn vera svona illa að sér í landafræði?
Það er ekki eins og við séum að tala um Vestmannaeyjar.
Að lokum kemur hér smáklausa.
Gylfi ítrekaði að ekkert skjól yrði veitt þeim sem hefðu eitthvað að fela fyrir eftirlitsaðilunum. Gagnsæi væri lykilatriði.
Mér finnst nú ósköp lítið fara fyrir gagnsæi þessa dagana sama í hvaða horn er litið.
Þar til næst.
![]() |
Ekki skjól óheiðarlegra fyrirtækja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 11.9.2009 kl. 00:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2009 | 00:19
Huldumenn með fullar hendur fjár fá engin svör.
níu mánuði hefur hópur japanskra fjárfesta beðið eftir svari frá íslenskum stjórnvöldum við fyrirspurn sinni um að fá að koma með 126 milljarða króna inn í íslenska hagkerfið til endurreisnar. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra kannast ekkert við málið.
Er nokkuð annað að gera en að kynna sér málið og svara svo?
Þar til næst.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2009 | 20:54
„Óábyrg meðferð“ á fé að greiða skuldina alla."
DV greinir frá því í dag Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis, hafi komist að samkomulagi við skilanefnd Glitnis um afskriftir á rúmlega 800 milljóna króna skuldum eignarhaldsfélags í eigu Bjarna við bankann. Bjarni fékk 7 milljarða í vasann þegar hann hætti hjá Glitni árið 2007 en segir að það væri óábyrg meðferð á fé að greiða skuldina við Glitni til baka.
Ég er kominn á þá skoðun að það sé mjög óábyrgt af mér að greiða skattana mína.
Og það er alveg út úr kortinu að halda að ég fari að borga Icesave skuldirnar.
Ekki stofnaði ég til þeirra.
Skyldi Bjarni garmurinn þora að láta sjá sig úti á götu án lífvarða eða býr hann kannski í Noregi?
Þar til næst.
Dægurmál | Breytt 11.9.2009 kl. 22:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2009 | 07:49
Svínaríið heldur áfram.
Það er ekki við öðru að búast.
Ríkissaksóknari er svo upptekinn við að eltast við blaðamenn sem taldir eru hafa brotið lög um bankaleynd að stórlaxarnir synda áfram í öllu svínaríinu, áhyggjulausir, vitandi að þeir sleppa hvort eð er.
Það er sosum ekki hægt að líta í öll horn í senn.
Eða hvað?
Konugarmurinn er náttúrlega blásaklaus. Hefur ekki haft hugmynd um brellibrögð eiginmannsins.
Sambandsleysi?
Ég bíð og vona að ég sjái þetta lið í réttarsalnum, en það virðist ætla að verða bið á því.
Því miður.
Þar til næst.
![]() |
Eiginkona sparisjóðsstjóra seldi stofnfjárbréfin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2009 | 22:11
Eru ósvífninni engin takmörk sett?
Skiptastjóri hefur hafnað rúmlega 8 milljarða króna kröfum Gaums og Haga í þrotabú Baugs Group en bæði fyrirtæki eru í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og fjölskyldu.
Eftir öllu að dæma þá virðist drengstaulinn J.Á.J. enn lifa í 2007.
Það er af sem áður var.
Hringekjan er farin að hægja á sér og vonandi tekst yfirvöldum loksins að komast í veg fyrir kennitöluflakkið og um leið að uppræta öll þessi skúffufyrirtæki sem hafa þjónað þeim einum tilgangi að koma aurum fjárglæframannanna undan skatti.
Ég bíð óþreyjufullur eftir þeim degi þegar J.Á.J. og fleiri hans líkar sitja í réttarsalnum.
Þar til næst.
![]() |
Milljarðakröfum Gaums og Haga hafnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2009 | 10:36
Þar kom loksins að því.
Eftir að hafa staðið í stríði við vírusa, orma og fj...... hvað allt þetta heitir nú datt ég niður á vírusvörn sem virkar vel enda tók tiltektin í tölvunum sinn tíma fyrst þegar ég keyrði hana.
Hún heitir Avira Antivir og það er bara að gúggla hana til að fá upplýsingar um hana ( sem ég nenni ekki að skrifa ).
Nú fer skólinn að byrja þannig að ég sit með sveittan skallann ( hehe ) við vélritunaræfingar og veitir ekki af.
Þar til næst.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.9.2009 | 20:26
Hvar eru aurarnir?
Fasteignafélag í eigu Róberts Wessman og Björgólfs Thors Björgólfssonar skuldar Straumi rúma 9 milljarða vegna landakaupa á La Manga á Spáni.
Það sem vakti athygli mína er lítil klausa í fréttinni:
"Óvíst er hvort gengið verði að persónulegum veðum sem hlaupa á milljörðum íslenskra króna."
Þessar upplýsingar fengust hjá "Salt Investments" sem reyndar er í eigu Róberts Wessman.
Mér leikur hugur á að vita hvað veldur þessari óvissu.
Ég var til skamms tíma í vanskilum með barnameðlag í Danmörku.
Hefði ég ekki gert upp tímanlega þá hefði verið gengið að persónulegum eignum mínum sem reyndar eru ekki miklar.
Þar fyrirfinnst ekki orðið "óvíst" - Nej tak.
Það er margt skrýtið í kýrhausnum þessa dagana.
Þar til næst.
![]() |
Skulda Straumi rúma 9 milljarða króna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)