5.9.2009 | 18:00
Ekki svo galin hugmynd.
Fyrsta skrefið yrði náttúrlega að láta útrásarvíkingana fjármagna framkvæmdirnar.
Það næsta væri svo að skella þeim í byggingarvinnu og leyfa þeim að svitna svolítið.
Það hlýtur að vera afkastahvetjandi þegar menn eru að koma sér upp þaki yfir höfuðið.
Og svo, þegar framkvæmdum er lokið að stinga öllu liðinu inn og læsa á eftir þeim.
Lykilinn mætti svo ramma inn , þá er ég ekki að tala um ódýran smelluramma,
og hengja upp t.d. á skrifstofu Eimskipafélagsins þ.e. ef það er ennþá til.
Borðleggjandi.
Þar til næst.
![]() |
Í athugun að einkaaðilar reisi fangelsi sem ríkið leigi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2009 | 22:01
Hógværðin ofar öllu.
Karl Wernersson hefur stefnt Óskari Hrafni Þorvaldssyni, fréttastjóra Stöðvar 2 og Vísis, og fréttamönnunum Gunnari Erni Jónssyni og Telmu Tómasson vegna fréttar um millifærslur Karls úr Straumi yfir á erlenda bankareikninga.
Það á sem sagt að fara að taka fréttafólk á beinið.
Fram kemur á vísi.is að Karl krefjist einnar milljónar króna í skaðabætur.
Ekki er það nú mikið, en nóg um það að sinni.
Feðgarnir Björgólfur Guðmundsson og Björgólfur Thor Björgólfsson hafa einnig stefnt Óskari Hrafni og Gunnari Erni Jónssyni af sömu ástæðu og krefjast hvor um sig einnar milljónar króna í skaðabætur. Krefjast þeir feðgar að ummæli sem höfð voru um þá verði dæmd dauð og ómerk.
Ekki verðleggja þeir þremenningarnir sig ýkja hátt.
Ég hef tekið mér það bessaleyfi að birta hér stubba úr frétt sem birtist á Vísi kl. 18:34 í dag undir fyrirsögninni:
"Fjórðung af erlendum skuldum þjóðarbúsins má rekja til Björgólfs."
Ákveðin viðskipti þar sem að móðurfélag hefur lánað dótturfélagi sínu þúsund milljarða í gegnum flókið net innlendra og erlendra eignarhaldsfélaga. Þessi skuld hefur ekkert með þjóðarbúið að gera," Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands.
Eftir því sem fréttastofa kemst næst er þetta Actavis, lyfjafyrirtæki Björgólfs Thors Björgólfssonar, sem skuldar um eitt þúsund milljarða króna.
Engir smáaurar.
"Björgólfur er ráðandi eigandi í Novator fyrirtækjasamsteypunni, og það voru Novator félögin sem tóku lán, meðal annars hjá Deutsche bank og Landsbankanum í London, þegar Björgólfur keypti Actavis árið 2007. Það voru stærstu fyrirtækjakaup Íslandssögunnar."
"Þá má minna á að Björgólfur og faðir hans voru aðaleigendur Landsbankans, þaðan sem Icesave-skuldin er sprottin og því má segja að þeir feðgar beri óbeina ábyrgð á vel yfir 40% af erlendum skuldum þjóðarbúsins - án bankanna. "
Svo mörg voru þau orð.
Sem íslenskur ríkisborgari og skattgreiðandi - og í dag svo skuldugur að mér endist ekki aldur til að borga minn hluta af Icesave uppátækinu - þá krefst ég þess að þeim feðgum verði stefnt og krafist verði eitt þúsund milljarða í skaðabætur.
Þar til næst.
![]() |
Karl höfðar mál gegn fréttamönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2009 | 03:40
Kjörnir fulltrúar sem fengu greitt frá Landsvirkjun verða að víkja.
Landsvirkjun greiddi fyrir fundarsetu sveitarstjórnarmanna í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, um fyrirhugaðar virkjanir í hreppnum. Hver sveitarstjórnarmaður fékk 200 þúsund krónur, sagði fyrrverandi sveitarstjóri í kvöldfréttum Stöðvar 2. Oddviti hreppsins staðfestir að hafa fengið greiðslur frá Landsvirkjun í gegnum hreppinn.
Ef það er rétt að þeir hafi þegið persónulegar greiðslur fyrir að fjalla um skipulagstillögur frá Landsvirkjun, ofan á allt annað sem vitað er að Landvirkjun hefur verið að borga til að liðka fyrir skipulagi í kringum þessar virkjanir, þá eru þessir menn ekki bærir til að taka ákvarðanir. Ákvarðanir þeirra sem sveitarstjórnarmenn hljóta allar að vera ógildar," segir Álfheiður Ingadóttir, þingmaður VG.
Af hverju í fj.......reyndi ég ekki að troða mér einhvers staðar inn sem sveitarstjórnarmaður?
Stundum er maður bara "gamalklókur".
Álfheiður lagði fram fyrirspurn á Alþingi í vor um peningagreiðslur orkufyrirtækja til sveitarfélaga.
Fyrirspurninni var ekki svarað!
Þó ekki væri.
Engin ástæða til að blaðra út og suður um málefni sem koma akkúrat engum við eða gætu komið sér illa fyrir einhverja innan "Elítunnar."
Þar til næst.
Dægurmál | Breytt 4.9.2009 kl. 13:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.9.2009 | 03:28
Til fyrirmyndar.
Sómahjónin Jónína og Þórður eiga heiður skilinn fyrir þetta lofsverða framtak.
Það er því miður alltof sjaldgæft nú til dags að fá svo jákvæða og fallega frétt en kannski er þetta merki þess að við séum að rétta úr kútnum, þrátt fyrir allar þær hörmungar sem á okkur annars dynja dags daglega.
Ég óska þeim hjónum alls hins besta því það eiga þau svo sannarlega skilið.
Megi Guð halda verndarhendi sinni yfir þeim um ókomna framtíð.
Þar til næst.
![]() |
Elliheimili fyrir hesta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2009 | 13:20
Kaupþingsprinsinn eignalaus?
Bandaríska sendiráðið hefur tekið á leigu rúmlega 200 fermetra glæsivillu í Skerjafirðinum, nánar tiltekið í Skildinganesi 25. Eigendur villunnar eru Helga María Garðarsdóttir og Birna Geirsdóttir, eiginkona og tengdamóðir Kaupþingsprinsins Ingvars Vilhjálmssonar.
Asskoti hvað hann Ingvar pjakkurinn er vel giftur.
Ingvar og eiginkona hans Helga María hafa flutt sig yfir götuna í Skildinganes 44 sem er nýbyggð 450 fermetra höll á sjávarlóð.
Hvað skyldi eiginkonan nú starfa?
Ingvar var einn af aðalmönnunum í Kaupþingi þegar bankinn féll. Hann átti hlutabréf í bankanum að verðmæti rúmlega tveir milljarðar við fall bankans og vakti athygli að hann breyttist skyndilega í eignarhaldsfélagið Ingvar Vilhjálmsson ehf á hluthafalista bankans daginn áður en bankinn fór í þrot í október á síðasta ári. Á sama tíma skráði hann höllina í Skildinganesi 44 á eiginkonu sína. Hann er hættur störfum hjá bankanum.
Skyldi svona mál ekki eiga erindi inn á borð hjá sérstökum saksóknara?
Þar til næst.
Heimildir: Vísir 01.sep.2009 kl.11:45
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.8.2009 | 14:50
Þó fyrr hefði verið.
Tíu vikna baráttu er loksins lokið.
Ég er feginn því að þessu máli sé lokið en um leið svíður mig sáran að þurfa taka á mig skuldabagga sem eingöngu skrifast á fámennan hóp fjárglæframanna sem, enn þann dag í dag, velta sér upp úr vellystingum erlendis og gefa okkur langt nef.
Núverandi ríkisstjórn er ekki öfundsverð af þeirri stöðu sem hún er í, að taka við gjaldþrota búi og reyna að klóra í bakkann.
Ég efast um að stjórnarandstaðan hefði getað gert betur.
Þó ég sé á öndverðum meiði við það sem ríkisstjórnin hefur verið að gera þá blöskraði mér þegar formaður Framsóknarfl. sté í ræðustól í morgun og fór mikinn.
Drengstaulinn ætti að líta sér nær og kynna sér fortíð flokksfélaga sinna.
Hvuddnin var það annars með Finn Ingólfsson og aflestrarmælana?
Stundum fer fólki best að þegja.
Eftir að hafa heyrt Steingrím J. lýsa því yfir að í undirbúningi væri málssókn á hendur þeim sem leitt hafa okkur í þessar ógöngur er ekki laust við að ég fyllist smá bjartsýni.
Skyldu pappírstætararnir hafa brunnið yfir?
En, án gamans, með einn færasta rannsóknardómara Evrópu, Evu Joly, á bak við okkur þá hef ég fulla trú á því að árangur eigi eftir að nást.
Skyldi jörðin ekki vera farin að volgna undir fótum einhverra?
Þrátt fyrir að mér finnist alltof seint af stað farið þá hef ég fulla trú á þessum aðgerðum ríkisstjórnarinnar.
Nú er nóg komið að sinni.
Þar til næst.
![]() |
Icesave-frumvarp samþykkt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2009 | 03:28
Bloggarar brjálaðir.
Nafnlausir bloggarar á tengslasíðunni Eyjunni sem er undir ritstjórn Guðmundar Magnússonar, eru ævareiðir og formæla sumir hverjir Bakkabróðurnum Lýði Guðmundssyni sem hrakyrti nafnleysingja og kallaði huglausa í ræði sinni á aðalfundi Exista í dag.
Ég er einn af þeim sem blogga undir fullu nafni.
Ég ætla mér alls ekki að taka upp hanskann fyrir þá sem blogga nafnlaust.
Mín skoðun er sú að hafi menn eitthvað að segja þá stígi þeir fram og geri slíkt undir fullu nafni.
Hitt er svo annað mál að þeir "Bakkavararbræður" ættu að taka til í eigin ranni áður en þeir fara
að taka stórt upp í sig.
Þar til næst.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 03:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.8.2009 | 12:20
Betra seint en aldrei.
Það er eitthvað jákvætt að gerast þessa dagana.
Útrásarvíkingarnir tíndir upp einn af öðrum til yfirheyrslu og þá í stöðu grunaðra.
Og nú þessi frétt.
En ósköp finnst mér nú seint af stað farið.
Þar til næst.
![]() |
Höfða einkamál gegn hrunfólkinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.8.2009 | 17:01
Er það nú alveg öruggt Hannes?
"Ég var gestur Freys Eyjólfssonar og Láru Ómarsdóttur í Morgunútvarpinu á Rás tvö mánudagsmorguninn 24. ágúst. Þau spurðu um kreppuna og hrunið, sem mér er kennt um ásamt nokkrum öðrum. Ég minnti á, að nú geisar alþjóðleg lánsfjárkreppa, sem ég er saklaus af."
Tilvitnun í blogg Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar í dag.
Þar til næst.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2009 | 21:03
Góð byrjun.
Vonandi er þetta bara byrjunin á einhverju stærra.
Af nógu er að taka.
Ég vil enn og aftur viðra hugmyndir mínar um gapastokka , ekki á Lækjartorgi í þetta skipti, ( gæti skapað umferðaröngþveiti ), heldur á Austurvelli.
Ef einhverjir laghentir menn vilja taka að sér að smíða gapastokkana þá skal ég redda gaddavírssvipunum.
Þar til næst.
Heimildir:
50 milljarðar í eigu Tchenguiz frystir.
Vísir kl.20.08. 22.08.09
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)