Færsluflokkur: Dægurmál
20.7.2009 | 14:18
Erfitt að innheimta arð eigenda Sjóvár.
Sjóvá var áður að stærstum hluta í eigu Milestone, eignarhaldsfélags bræðranna Karls og Steingríms Wernersona. Á árunum 2006 til 2008 fékk Milestone greidda rúma 17 milljarða í arð frá Sjóva - eða einum milljarði meira en það sem ríkið hefur nú sett í félagið.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, telur ólíklegt að hægt verði innheimta arðgreiðslur til baka en Milestone hefur nú óskað eftir nauðasamningum við lánadrottna sína.
Ég veit ekki hvort það sé lagalega, tæknilega gerlegt," segir Steingrímur.
Væri nú ekki ráðlegt fyrir fjármálaráðherra að kynna sér málið og ef í ljós komi að það sé ekki "lagalega tæknilega gerlegt" að beita sér fyrir breytingu á löggjöfinni?
Eða eiga bræðurnir kannski að sleppa með föðurlega áminningu og herðaklapp?
Þar til næst.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.7.2009 | 03:11
Bananalýðveldið Nýja Ísland.
Arðgreiðsla Sjóvár til eigenda sinna á árinu 2007 var 170 prósent af hagnaði félagsins það árið. Milestone, fyrrverandi eigandi Sjóvár, fékk 7,3 milljarða króna í arð á sama tíma og hagnaður Sjóvár, sem samanstóð af trygginga- og fjárfestingarekstri, var 4,3 milljarðar kr.
Hvernig er þetta mögulegt?
Heimildir Morgunblaðsins herma að meðal annars sé verið að rannsaka brot á 9. grein á lögum um vátryggingastarfsemi. Í þriðju málsgrein hennar segir að vátryggingafélag má ekki taka á sig ábyrgðir sem ekki eru vátryggingar. Því er óheimilt að taka á sig skuldbindingar sem ekki eru í tengslum við eðlilegan rekstur vátryggingafélags. Sjóvá gekkst í fjárhagslega ábyrgð fyrir fasteignaþróunarverkefni í Macau á vegum dótturfélags síns að jafnvirði 8,5 milljarða króna og auk þess er grunur um að stór hluti þeirra skuldbindinga sem félagið tók á sig vegna fjárfestinga sinna sé ekki í tengslum við eðlilegan rekstur vátryggingafélags, en Sjóvá átti 35 dótturfélög sem voru utan um fasteignafjárfestingar félagsins.
Þrjátíuogfimm dótturfélög??
Málefni Sjóvár eru sem stendur til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara eftir að Fjármálaeftirlitið (FME) vísaði þeim þangað. Áður hafði FME verið með málið til skoðunar frá apríl 2008.
Þó fyrr hefði verið.
Í öllum siðmenntuðum löndum væri löngu búið að setja eigendurna á bak við lás og slá.
Dæmið er jú borðleggjandi.
En þetta er Ísland.
Land tækifæranna og útrásarvíkinganna sem sumir hverjir hafa verið heiðraðir af forseta vorum.
Það er reyndar kominn tími á að setja kallinn af og leggja forsetaembættið niður.
Ísland er líka land litla mannsins sem borgar brúsann þegar útrásarvíkingarnir eru búnir að skíta upp á axlir.
Skyldu þeir ekki bara sleppa með áminningu?
Spillingin og allur tilheyrandi viðbjóður blasir hvarvetna við.
Hún teygir sig líka inn í þingsalina, eða var ekki Tryggvi Þór Herbertsson bankastjóri fjárfestingarbankans Askars Capital, þar sem meðal annarra sat í stjórn Steingrímur Wernersson?
Hvað skyldi annars hafa orðið um þann banka?
Skyldi ekki forstjórinn Þór Sigfússon hafa fengið eitthvað fyrir sinn snúð?
Nei, nú er nóg komið. Þjóðin er búin að fá nóg af að láta taka sig í ósmurða endagörnina.
Ég spái því að þetta eigi eftir að enda með ósköpum, jafnvel blóðsúthellingum, ef þessir glæpamenn geta haldið áfram að spássera um götur borgarinnar eins og ekkert hafi í skorist-þ.e. ef þeir þá þora því.
Þar til næst.
![]() |
Arðgreiðslur Sjóvár árið 2007 meiri en hagnaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2009 | 00:17
Kaupþing kyrrsetur einkaþotu stjórnarformanns Tottenham.
Stjórnendur Singer & Friedlander banka Kaupþings í Bretlandi hafa lagt hald á einkaþotu Daniel Levy stjórnarformanns enska fótboltaliðsins Tottenham. Um er að ræða þotu af gerðinni Embraer Legacy og hefur hún verið kyrrsett á Stansted flugvelli að kröfu bankans.
Samkvæmt frétt í blaðinu Times gripu stjórnendur Singer & Friedlander til þessara aðgerða eftir að afborganir hættu að berast af 15 milljon punda, eða rúmlega þriggja milljarða kr., láni sem Levy fékk hjá bankanum til að kaupa þotuna árið 2007. Þotan er nú aðeins talin 13 milljón punda virði.
Vonandi er þetta bara byrjunin.
Af nógu er sosum að taka.
Þar til næst.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.7.2009 | 22:08
Brottrekinn útibússtjóri: „Ekki hægt að sanna neitt“.
Það er margt skrýtið í kýrhausnum.
Guðmundur Ingi Hauksson, fyrrverandi útibússtjóri Landsbankans í Austurstræti, getur ekki skýrt af hverju rúmar 7 milljónir króna fóru af reikningi eignarhaldsfélagsins Knerris og inn á reikninga fyrrverandi eiginkonu hans og samstarfsfélaga.
Guðmundur Ingi Hauksson, fyrrverandi útibússtjóri Landsbankans í Austurstræti, var rekinn úr starfi í byrjun júní eftir að upp komst að hann hefði brotið starfsreglur bankans. Talið er að Guðmundur hafi látið viðskiptavin bankans leppa hlutabréfakaup í bankanum í skiptum fyrir lánafyrirgreiðslu.
Rúmar sjö milljónir króna voru lagðar inn á bankareikninga fyrrverandi eiginkonu hans, Sigríðar Sveinsdóttur, og fyrrverandi samstarfsfélaga, Sigurðar Björns, af reikningi eignarhaldsfélagsins Knerris síðla árs 2005.
Aðspurður segir Guðmundur, "Ég hef ekki hugmynd um það. Ég get ekki útskýrt það fyrir einhverja aðra af hverju þeir leggja peninga inn á einhverja reikninga.
Manntetrið hefur greinilega ekki haft hugmynd um það sem fór fram innan bankaútibúsins.
Guðmundi var sagt upp störfum í byrjun júní eftir að eigandi Knerris, Ólafur Kjartansson, hafði greint innra eftirliti Landsbankans frá því að hann og Guðmundur hefðu komist að samkomulagi um Knerrir leppaði hlutabréfakaup í Landsbankanum fyrir Ólaf í skiptum fyrir lánafyrirgreiðslu frá bankanum. Guðmundur segir hins vegar að slíkt samkomulag hafi aldrei verið gert.
Aldrei?
Kommon Guðmundur.
Samkvæmt heimildum DV sendi Ólafur Kjartansson innra eftirliti Landsbankans bréf í byrjun júní þar sem greindi frá því að greiðslurnar út af reikningi Knerris hefðu í raun verið greiðslur til Guðmundar Inga sem hann hefði fengið fyrir að veita Knerri um 40 milljóna króna lán til fjárfestinga frá Landsbankanum.
Bréfið var sent eftir að samningaviðræður Ólafs við Landsbankann um útistandandi skuldir hans við bankann höfðu runnið út í sandinn.
Guðmundur segir söguna ekki sanna en hann getur aftur á móti ekki útskýrt greiðslurnar frá Knerri til Sigríðar og Sigurðar.
Segjum að þessi saga sé sönn þá er enginn sem tapaði á þessum viðskiptum... Það er ekki hægt að sanna eitt eða neitt á mig, segir Guðmundur Ingi.
Þetta kallar maður nú að bíta höfuðið af skömminni.
Er vesalings garmurinn stórlega greindarskertur eða er þetta bara siðblinda á hæsta stigi?
Af hvurju í fj....... hefur drengstaulinn ekki verið sóttur til saka enn?
Það er jú komið á sjöundu viku síðan hann var rekinn og málið fór inn á borð hjá Fjármálaeftirlitinu og efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra.
Þar til næst.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.7.2009 | 18:19
Gjaldþrotið hjá Gott fólk er upp á tæpar 300 milljónir.
Gjaldþrot auglýsingastofunnar Góðs fólks nemur hátt í 300 milljónum króna. Félagið á aðeins fjórar milljónir upp í 50 milljóna kröfu vegna launa og lífeyrissréttinda starfsmanna. Eigandi auglýsingastofunnar var Karl Wernersson.
Þetta kemur fram í frétt á RUV um málið.
Ennfremur segir í frétt RUV að í búinu séu nánast engar eignir, aðeins tölvur og húsgögn. Í þrotabúinu eru aðeins til fjórar milljónir króna upp í kröfurnar því þarf ábyrgðarsjóður launa að bæta starfsmönnunum launatapið að hluta.
Ég bíð í ofvæni.
Já, ég bíð eftir því að sjá þessa menn fangelsaða ásamt reyndar hóp annarra líka.
Þar til næst.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.7.2009 | 04:31
Áfall fyrir áform stjórnvalda um endurreisn.
Synjun Evrópska fjárfestingarbankans á láni til virkjanaframkvæmda Orkuveitu Reykjavíkur er áfall fyrir áform stjórnvalda um endurreisn efnahagslífsins, að mati stjórnarformanns Orkuveitunnar.
Þessi frétt ætti ekki að koma neinum á óvart.
Hún sýnir okkur bara það sem öllum ætti að vera kunnugt.
Við erum búin að gera svo langt upp á bakið að lánstraustið er fokið út í veður og vind.
Það er þó ljósglæta í myrkrinu, Werner bræðurnir eru úti að skíta. Þeirra bíður ekkert annað en tugthúsið og þetta er bara byrjunin.
Ég hef trú á því að þessir fjárglæframenn verði nú tíndir upp einn af öðrum og þeim komið á þann stað sem hæfir þeim best.
Þar til næst.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.7.2009 | 18:27
Rússar samþykkja lán til Íslands.
Rússnesk stjórnvöld hafa ákveðið að veita Íslandi lán upp á 500 milljónir dollara eða 64 milljarða kr. Þetta kemur fram á vefsíðuunni barentobserver.com.
Fram kemur í umfjöllun barentobserver.com að þótt Rússar hafi lítil efnahagsleg tengsl við Ísland sé landið mjög áhugavert fyrir Rússa vegna legu þess. Þar að auki er talið að rússnesk fyrirtæki hafi fjárfest mikið í efnahagslífi Íslendinga.
Það er gleðilegt að heyra að við skulum, þrátt fyrir allt, hafa lánstraust hjá stóra bróður í austri.
Þó vakna ýmsar spurningar.
Í fréttinni kemur fram að Rússar hafi fjárfest mikið í í íslensku efnahagslífi.
Hvar, hvenær, hvernig?
Skyldu þeir kannski hafa fjárfest í íslenskum bruggverksmiðjum?
Skyldu þeir hafa fjárfest í íslenskum sjávarútvegi??
Skyldu þeir kannski hafa fjárfest í peningaþvottavélum???
Jamm, spurningarnar eru margar.
Þar til næst.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2009 | 20:46
Ósköp getur stundum verið lýjandi...
...að hlusta/horfa á fréttir.
Það er Iceberg þetta , Iceberg hitt.
Ég geri mér fulla grein fyrir þeirri alvarlegu stöðu sem við erum í, EN, hvar eru þeir sem báru ábyrgð eða öllu heldur töldu sig bera svo mikla ábyrgð ( til að réttlæta ofurlaunin ), hvar eru þeir sem bera ábyrgðina á öllu Icesafe svínaríinu í dag?
Hefur þeim kannski verið úthlutað einhver "feit"staða á vegum hins opinbera?
Eru þeir kannski að slá um sig erlendis á kostnað okkar óbreytts almúgans? Af hverju sitja þeir ekki bak við lás og slá?
Ristir spillingin kannski svo djúpt að hún nái upp í æðstu stöður?
Mér kæmi það sosum ekki á óvart því það þarf ekki að grafa djúpt hérlendis til að koma niður á andsk..... skítinn og óþverrann.
Þar til næst.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.7.2009 | 09:07
Bæjarstjórastaða skilaði tugmilljónum.
Ragnheiður Ríkharðsdóttir hagnaðist um tugmilljónir króna þegar Leirvogstunga var tekin fram fyrir annað landrými í Mosfellsbæ og lagt undir byggð. Sjálf átti hún hluta af landinu og er fjölskylduvinur landeigendanna sem keyptu síðar af henni íbúðarhús.
Frændapólitík?
Sérhagsmunir landeigenda og skipuleggjenda kunna að hafa verið í fyrirrúmi þegar land Leirvogstungu var tekið fram yfir annað skipulagt landsvæði til íbúðabyggðar í Mosfellsbæ. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þáverandi bæjarstjóri Mosfellsbæjar, var meðal landeigenda í Leirvogstungu og seldi sinn skika undir einbýlishúsalóðir. Vorið 2006 var áætlað að hún hefði hagnast persónulega um allt að 100 milljónir króna á því að Leirvogstunga var felld undir skipulag og lóðir seldar þar undir sérbýlishúsahverfi.
Sumt fólk kann bara ekki að skammast sín.
Skyldi hún sofa vel nú á þessum síðustu og verstu tímum?
Sennilega, siðblindan virðist allsráðandi.
Þar til næst.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2009 | 05:46
Svaf einhver á verðinum?
Seljendur kvóta fá leyfi til strandveiða!
Margir þeirra sem hafa fengið leyfi til strandveiða eru gamlir eigendur kvóta. Hafa þeir selt kvótann sinn, haldið skipunum, veiðarfærum og öðru og hafa nú fengið leyfi til strandveiða, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Nokkuð er um það að menn reki jafnvel tvo báta til strandveiða. Einnig eru dæmi þess að menn sem eiga lítinn kvóta hafi veitt veiðiskyldu sína í vor, fengið leyfi til strandveiða og leigi nú út kvótann sinn. Markmið strandveiða var meðal annars að auka nýliðun í greininni.
Hvað er eiginlega í gangi?
Eiga kvótagreifarnir að komast upp með allt svínaríið áfram?
Er kannski verið að hygla einhverjum?
Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir sambandið hafa fengið nokkrar ábendingar varðandi það að gamlir kvótaeigendur séu á strandveiðum.
Það er algengast að þeir sem selja frá sér kvóta haldi bátunum og þessir aðilar hafa örugglega farið inn í strandveiðikerfið," segir Örn.
Gott og vel en á ekki að taka á þessu máli eins og öðrum afbrotum?
Í mínum huga er þetta ekkert annað en þjófnaður.
Og svo leigja greifarnir út kvótann sinn og það örugglega á ansi góðum prís.
Um 400 bátar hafa leyfi til strandveiða þó að skilyrðin séu ströng.
Skrípaleikur !
Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ), segir sambandið hafa fengið ábendingar vegna þessa. Ég held að þetta sé í gangi. Þetta var ljóst frá upphafi og eitt af því sem við bentum á varðandi þessar strandveiðar."
Af hverju er þá ekkert gert?
Frumvarpið um strandveiðarnar var að mínu mati hroðvirknislega unnið, engu líkara en megin áhersla hafi verið að keyra það í gegn með hraði án nokkurs undirbúnings.
Mér kemur helst í hug fiskitroll þar sem annar hver möskvi er ónýtur.
Ekki náðist í Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra vegna málsins.
Skyldi engan undra.
Kallinn er greinilega búinn þeim hæfileika að láta sig hverfa þegar hann á von á óþægilegum spurningum.
Ég held, í fullri hreinskilni og einlægni sagt, að garmurinn hefði átt að halda sig á Hólum, þar er hann best geymdur.
Þar til næst.
Ps. Ég er reiður og þegar ég reiðist þá er ég reiður!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)