Færsluflokkur: Dægurmál
17.5.2009 | 20:33
Loksins...
...kom að því að mér hlýnaði um hjartaræturnar.
Frammistaða Jóhönnu Guðrúnar í Evrópusöngkeppninni var til fyrirmyndar. Þetta var jú besta sætið því hefðum við Íslendingar unnið þá hefðum við orðið að grenja á einhverri nágrannaþjóðinni( Noregi? ) til að halda keppnina fyrir okkur.
Við eigum hvort eð er ekki bót fyrir boruna á okkur lengur og að þurfa að betla af einhverri nágrannaþjóðinni hefði verið að bæta skömm ofan á skömm.
En sem sagt: Til hamingju Jóhanna og félagar!
Þar til næst.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.5.2009 | 18:50
Uppsögnin kostar fimmtán milljónir hið minnsta.
Já, hvað annað.
Uppsögn Þorgeirs Eyjólfssonar á starfi forstjóra Lífeyrissjóðs verslunarmanna kostar sjóðinn fimmtán milljónir hið minnsta. Það tekur mánaðarlífeyrisgreiðslu 800 láglaunamanna að greiða fyrir starfslok hans.
Þorgeir var með um 30 milljónir króna í laun sem forstjóri sjóðsins á síðasta ári og hafði auk þess til umráða Cadilac lúxusjeppa sem kostar lífeyrissjóðinn um 300 þúsund krónur á mánuði.
Þess má geta að Lífeyrissjóður verslunarmanna tapaði tugum milljarða króna á síðasta starfsári Þorgeirs.
Það vantar bara gullúrið fyrir vel unnin störf.
Þar til næst.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.5.2009 | 18:24
Funda um nýjan forstjóra.
Stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna kemur saman til fundar á mánudaginn og þá verður ráðning nýs forstjóra rædd, að því er Gunnar Páll Pálsson, formaður stjórnarinnar, greinir frá. Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri sjóðsins, hefur sagt starfi sínu lausu.
Áðurnefndur Þorgeir nokkur Eyjólfsson var með litlar tvær og hálfa milljónir í mánaðarlaun en ekki var minnst á bílastyrk.
Ferðaðist kallanginn kannski með strætó?
En það sem mér leikur hugur á að vita: Hvað er Gunnar Páll með í laun sem formaður stjórnar lífeyrissjóðsins?
Þar til næst.
![]() |
Funda um nýjan forstjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2009 | 03:54
Af hverju...
...þurfum við að borga skuldir einhverra fjárglæframanna?
Þegar ég ligg andvaka ( sem gerist af og til ), þá læðast að mér alls kyns hugsanir.
Af hverju þurfum við, óbreyttur almúginn, að borga Ice save reikningana þegar það voru örfáir stjórnendur Landsbankans sem stofnuðu þessa reikninga?
Af hverju er ekki búið að hneppa þessa menn á bak við lás og slá?
Af hverju hafa verið afskrifuð lán hjá fyrirtækjum en ekki einstaklingum?
Af hverju fá ekki stofnfjáreigendur Sparisjóðsins Byr ekki skýringu á því hvernig það gat atvikast að tíu einstaklingar voru ábyrgir fyrir 75% af öllum afskrifuðum útlánum sparisjóðsins sem gera"aðeins 18 milljarða" en fá engin svör vegna bankaleyndar?
Bankaleynd???
Er ekki kominn tími til að aflétta bankaleyndinni svo hægt verði að ná í skottið á þessum fámenna hóp sem setti Ísland á hausinn?
Nú, ofan á allan óþverrann berast oss fréttir af eiginkonum nokkurra útrásargreifanna þar sem þær velta sér upp úr vellystingum í Oman.
Í gær fengust þær upplýsingar frá Chedi hótelinu ( 5* hótel ) að von væri á hópnum í dag, en í dag kannaðist enginn starfsmaður við slíkt. Eðlilega, menn vilja ekki missa spón úr aski sínum eða jafnvel vinnuna.
Í samtali við DV í gær sagðist Guðrún Eyjólfsdóttir, eiginkona Lýðs Guðmundssonar, aðspurð hvort hún væri á leiðinni til Óman, ekki vilja ræða það við blaðamann. Veistu, að ég vil ekkert ræða um mín einkamál, þannig að ég verð bara að fá að kveðja þig.
Upplýsingarnar frá hótelinu benda til að hópurinn hafi annaðhvort afpantað hótelherbergin eða gefið þau fyrirmæli til starfsmanna hótelsins að gefa engar upplýsingar um veru hans á hótelinu.
Hver borgar brúsann?
Þar til næst.
Dægurmál | Breytt 15.5.2009 kl. 00:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.5.2009 | 22:42
Að hengja bakara fyrir smið.
Eggert Páll Ólason, yfirlögfræðingur Landsbankans, sem þekktur varð sem vinur einkabílsins á sínum tíma líður nú fyrir mistök Lárusar Finnbogasonar.
Mikið hefur verið fjallað um sölu skilanefndar Landsbankans á 2,6 prósenta hlut sínum í BYR. Fyrir söluna átti Landsbankinn 7,6 prósenta hlut. Samkvæmt reglum um stofnfjáreigendur geta þeir sem eiga stofnfé umfram fimm prósent ekki nýtt atkæðisrétt umfram það. Því brá Landsbankinn á það ráð að selja félaginu Reykjavík Invest 2,6 prósenta hlut.
Sveinn Margeirsson og Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi skilanefndar Landsbankans, hafa báðir þrætt fyrir það að skilanefndin sé að beita sér í málinu. DV birti hins vegar tölvupóst frá Sveini í dag sem sýnir hið gagnstæða.
Salan á 2,6 prósenta hlutunum gekk síðan til baka eftir fund skilanefndarinnar á mánudagskvöld. Hefur Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi skilanefndar Landsbankans, sagt að Eggert Páll Ólason,
yfirlögmaður Landsbankans, hafi skrifað undir framsalsbeiðni og ekki haft samþykki skilanefndarinnar.
Viðbrögð stjórnvalda vegna málsins hafa vakið nokkra athygli. Svo virðist sem enginn vilji bera ábyrgð á gjörðum skilanefndarinnar. Gunnar Þ. Andersen, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, segir að málinu sé lokið.
Eru engin skil á skilanefndinni???
Þar til næst.
P.s. Ætlar svínaríið aldrei að taka enda?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2009 | 20:54
400 þúsund króna ríkisstjórnarfundur.
So what?
Í ljósi þess ástands sem ríkti hér í átján ára stjórnartíð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarmaddömunnar, þ.e. bruðl og fjármálafyllerí, þá er þessi tala þvílíkir smápeningar að ég get ekki ímyndað mér annað en að "útrásargreifarnir" hefðu roðnað af skömm að nefna slíka smánarupphæð.
En... eins og landanum einum er lagið þá er allt tínt til. Eitt örlítið mismæli verður að úlfalda í meðferð alltof margra fjölmiðlamanna.
Ég gladdist þegar sú ákvörðun var tekin að fyrsti stjórnarfundur nýju ríkisstjórnarinnar yrði haldinn á landsbyggðinni.
Það kannski opnar augu Reykvíkinga að landið er meira en " Stór Reykjavíkursvæðið.
Og vonandi fer enginn að vola út af þessum fjögur hundruð þúsundum.
Þar til næst.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2009 | 17:51
Skilanefnd skellir skuldinni á starfsmenn sína.
Lárus Finnbogason var ekkert inni í þessu máli," segir Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi skilanefndar Landsbankans, spurður út í fyrirhugaða sölu á stofnfjárbréfum í Byr til Reykjavík Invest en Lárus Finnbogason formaður skilanefndarinnar er endurskoðandi félagsins.
Salan á bréfunum var tilkynnt á stjórnarfundi hjá Byr síðastliðinn föstudag en skilanefndin ákvað á fundi í gær að ekkert yrði af henni.
Lárus vék af þeim fundi vegna tengsla sinna við Reykjavík Invest að sögn Páls. Hann segir að starfsmenn nefndarinnar hafi gengið of langt.
Aðspurður hvenær fundurinn var haldinn svarar Páll því að hann hafi verið haldinn síðdegis. Spurður hvenær síðdegis þá vildi Páll ekki svara því. Þegar blaðamaður spurði hvort fundurinn hafi átt sér stað fyrir fréttir Stöðvar 2 svarar Páll: Ég staðfesti ekki hvenær þessi fundur var haldinn.
Veit vinstri höndin ekki hvað sú hægri gerir?
Þar til næst.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.5.2009 | 00:10
Hvers vegna...
...voru settir hundruðir milljarða umræðulaust til bjargar eigendum peningamarkaðssjóða, en fyrir eigendur íbúðarhúsnæðis í landinu var ekkert hægt að gera, nema lengja í hengingarólinni og lina þjáningarnar tímabundið...?
Hvers vegna???
Þar til næst.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2009 | 23:20
Kattadrápið.
Kötturinn Carras var skotinn af færi á þriðjudagskvöldinu af meindýraeyði á Húsavík. Ástæðan var sú að nú stendur yfir átak þar sem reynt er að losa bæinn við lausagöngu katta.
Hvað hefur köttur í "lausagöngu" með það að gera þó svo heimilisfressið ákveði að bregða undir sig betri fótunum, á fallegu vorkvöldi og kíkja kannski á hitt kynið, þrælmerktur og jafnvel geldur?
Kettir eru jú félagsverur og þó svo sé kannski búið að fjarlægja fjölskyldufjársjóðinn þá hverfur félagslöngunin ekki.
Hún verður ekki skorin burt.
Sei sei nei.
En hvað gerist?
Carras kallanginn er bara dritaður niður í miðjum spássitúr.
Er Húsavík að breytast í Willta Westrið?
Spyr sá sem ekki veit.
Þar til næst.
Dægurmál | Breytt 12.5.2009 kl. 20:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.5.2009 | 21:40
Ekki benda á mig...
Hannes Sigurgeirsson, forstjóri Steypustöðvarinnar sem er í eigu hins ríkisrekna Íslandsbanka, ákvað að fyrirtækið keypti nýlega LandCruiser 120 bifreið fyrir hann af Helgarfellsbyggingum þar sem Hannes vann áður.
Hannes segist ekki muna í svipinn hvað bíllinn kostaði, en samkvæmt upplýsingum fréttastofu er viðmiðunarverð á slíkum bíl um 5 milljónir króna.
Í sama mánuði og gengið var frá kaupum Steypustöðvarinnar á bílnum var 16 manns sagt upp hjá Steypustöðinni í hagræðingarskyni.
"Ég harma að þessi hluti starfskjara minna sér gerður tortryggilegur enda vandséð að hann sé umfram það sem eðlilegt getur talist hjá sambærilegum fyrirtækjum," segir Hannes Sigurgeirsson, forstjóri Steypustöðvarinnar.
Undarleg þessi árátta að miða við "sambærileg fyrirtæki" á sama tíma og allt er á hausnum.
Í framhaldi af því þætti mér fróðlegt að vita: Hefði ekki verið hægt að komast af með ódýrari bíl?
Þar til næst.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)