Færsluflokkur: Dægurmál
7.4.2009 | 00:50
Við leggjumst í víking.
Mér finnst algerlega ástæðulaust að kenna erlendum ferðamönnum vopnaburð.
Nær væri að kenna okkur Íslendingum vopnafimina því þá getum við lagst í víking og herjað á Brown og Darling.
Þar til næst.
![]() |
Ráðherra í víking |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.4.2009 | 00:37
"Svanasöngur á heiði"
Mér finnst það ætti að gera þá lágmarkskröfu til þingmanna ef þeir telja sig hafa tíma til að eyða dýrmætum tíma í söng, í staðinn fyrir að afgreiða þau mál sem nú bíða afgreiðslu, að þeir haldi í það minnsta laglínunni.
Þar til næst.
![]() |
Mörður játar söng á þingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2009 | 00:28
Boða til mótmæla gegn Rauða Krossinum.
Hópur aðgerðasinna hafa efnt til mótmæla við höfuðstöðvar Rauða Krossins við Efstaleitið á miðvikudaginn klukkan hálf tólf . Því er haldið fram að Rauði Krossinn standi aðgerðarlaus hjá gagnvart þeim flóttamönnum sem beðið hafa um hæli hér á landi. Þá er einnig spurt hversvegna Rauði Krossinn sinni ekki hlutverki sínu.
Mér finnst nú skjóta skökku við þegar ráðist er að Rauða krossinum.
"Ekki er vitað hver stendur á bak við mótmælin. "
Þora mótmælendur ekki að koma fram undir nafni?
Ég hefði talið að það væri fyrst og fremst hlutverk Útlendingastofnunar að annast þessi mál.
Leiðrétti mig einhver ef ég fer með rangt mál.
Þar til næst.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2009 | 03:34
Segir forseta Alþingis taka við fyrirmælum frá Jóhönnu.
Alveg er það með ólíkindum hvað Björn litli Bjarna getur rifið stóran kjaft.
Nú er áróðursmaskína íhaldsins komin í fullan gang sem sést best á því að varla er hægt að kíkja á bloggsíður lengur án þess að vera kaffærður með alls kyns áróðri.
Allt er tínt til.
Mér finnst þó skjóta skökku við að hvergi er minnst á brennivínsfrumvarpið fræga sem barst á góma strax í upphafi árs.
Hverjir voru þar að verki?
Er svo verið að tala um að ríkisstjórnin sé að sóa tímanum?
Þar til næst.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.3.2009 | 18:14
Hægan nú góði, í umboði hvers?
Íslenska þjóðin á fullan rétt á því að taka ákvörðun um jafn mikilvægt mál og inngöngu í ESB.
Það er engin töfralausn .
Degi drengnum vil ég eindregið ráða frá að fara nú alveg fram úr sér í sigurvímunni og gerast of stóryrtur.
Þar til næst.
![]() |
Dagur nýr varaformaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.3.2009 | 15:21
Já, seljum Færeyingum.
Og ekki bara eignir SPRON heldur sem mest því það hefur sýnt sig að þeir kunna að fara betur með aurana en við.
Þeir lærðu af biturri reynslu en við lærum aldrei.
Þar til næst.
![]() |
Eignir SPRON freista Føroya banka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.3.2009 | 18:10
Jón eða séra Jón.
Fyrir ekki svo löngu síðan var maður einn dæmdur í 1 mán. skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað á einu bréfi af skinku og Gillette rakvél & raksápu, samtals að verðmæti 1.484 kr. Hann var einnig dæmdur til að greiða allan sakarkostnað.
Hafi ég reiknað dæmið rétt þá hefur eigandinn, framkvæmdastjórinn, stjórnarformaðurinn og guð má vita hvað, nappað 11.872.kr.
Mér finnst nú vera talsverður munur á tæpum tuttugu milljónum og einhverjum vasapeningum, illa fengnum eður ei.
Þar fyrir utan var svo félagið hans úrskurðað gjaldþrota.
Átta mánuðir, skilorðsbundið, fyrir stuld á tæpum tuttugu milljónum.
Á þetta að vera einhver kómedía?
1. Apríl er ekki runninn upp.
Er þetta íslensk réttvísi??
Hvað er í gangi?
Oft hefur verið sagt ,svo ég taki mér í munn gamla klisju, að réttvísin sé blind og upphaflega var þetta meint í jákvæðum tilgangi.
Þessi dómsúrskurður virðist mér gefa til kynna að meira sé að en bara blinda.
Miklu meira.
Það kemur all skýrt fram í greininni að hvítflibbakauðinn hefur bókstaflega labbað út með lagerinn og í ofanálag þá læsti hann ekki einu sinni á eftir sér.
Hann fær ekki einu sinni að skreppa í smá afslöppun á "Hótel Bryggju."
Mér leikur hugur á að vita hvað haft var til hliðsjónar þegar þessir tveir dómsúrskurðir voru kveðnir upp.
Varla hefur það verið klæðaburður þeirra tvímenninga, eða hvað?
Þar til næst.
![]() |
Skilorð fyrir skilasvik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2009 | 14:39
Og hana nú.
![]() |
Frakkar banna bónusa í bönkunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.3.2009 | 19:54
Til Fyrirmyndar.
Það væri óskandi að fleiri fylgdu fordæmi Ögmundar. Þetta er einsdæmi.
Að hafa gegnt formennsku í BSRB í fjórtán ár -launalaust- sem hefur sparað félaginu launakostnað upp á tugi milljóna er með ólíkindum.
Mér kemur í hug stjórnarformaður ( fyrrverandi ) VR.
Það er ekki sambærilegt.
Nú bíð ég í ofvæni eftir viðbrögðum frá stjórnarandstöðunni því gagnrýnin og aurkastið heldur áfram.
Þar til næst.
P.S. Mig bráðvantar uppskrift af skonsum. Getur einhver lesandinn bjargað mér.
Með fyrirfram þökk.
![]() |
Ögmundur fær ekki ráðherralaun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.3.2009 | 15:06
.......og það varð ljós.
Það þarf ekki að hafa mörg orð um þessa frétt. Betra er seint en aldrei.
Það sem reyndar fer fyrir brjóstið á mér er fj...... stoltið og rembingurinn ( og kannski feluleikurinn ) í okkur Íslendingum að halda að við gætum leyst þessi mál sjálfir.
O nei. Það þurfti erlendan sérfræðing til að opna augu okkar.
Ég gleðst yfir hverri frétt af Evu Joly og nú er hún væntanleg til landsins á morgun!
Ef ég væri staddur á Rvk. svæðinu þá myndi ég færa henni blómvönd en vonandi fær einhver annar þá sömu hugmynd.
Þar til næst.
![]() |
Saksóknari fær 16 fastráðna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)