Færsluflokkur: Dægurmál

Mistök, (ekki tæknileg, bara klaufaleg).

Síðasta færsla mín átti að fara inn í dálkinn "Athugasemdir" sem svar við nokkrum viðmerkingum sem ég hef fengið.

En gott og vel. Allir geta gert tæknileg mistök.

Þar til næst.


...en áfram héldu þeir þó...

Ragnhildur mín kæra. Burtséð frá þeirri staðreynd að eyrun á mér eru ekki lengri en á meðal asna þá er ég að vitna í orð Geirs Haarde þar sem hann lýsti því yfir að Sjálfstæðisflokkurinn hefði ekkert að fela.

Úr því þú nefnir árið 2006 þá verð ég að viðurkenna að þrátt fyrir að hafa flutt aftur til Íslands árið 2001 þá hef ég verið með annan fótinn, meir og minna í nágrannalandinu, þar sem dökkhærður og brúneygður, sextán ára pjakkur togar í mig, og hef þar afleiðandi ekki getað fylgst með þessu svokallaða  REI máli sem mér finnst reyndar ekki skipta máli.

Það sem mér finnst skipta máli er að þegar upplýsingar um þessa ofurstyrki bárust fyrir eyru almennings þá sóru allir frammámenn Sjálfstæðisflokksins af sér skömmina.

Nú hinsvegar liggur við að þeir komi á færibandi og allt að því grátbiðji um að fá að axla ábyrgð.

Hvaða fjandans ábyrgð?

Hvað veldur þessum sinnaskiptum?

Er einhver að bjarga annars skinni?

Það læðast að mér margar áleitnar spurningar.

Þar til næst.

 


"Við höfum ekkert að fela!!!"

Eftir allt sem á undan er gengið á ég ákaflega erfitt með að trúa þessu .

Hreint út sagt, ég trúi ekki einu orði.

Ekki einu einasta orði.

Er þetta síðasta hálmstráið hjá Sjálfstæðisflokknum, nú tveimur vikum fyrir kosningar?

Sorry guys, þetta kemur alltof seint og þar fyrir utan virkar öll uppsetning málsins einstaklega kjánaleg.

Hafa ber í huga að við sem göngum til kosninga þ. tuttugasta og fimmta næstkomandi erum, burtséð frá því að vera ágætum gáfum gædd, hundleið á því að láta draga okkur á asnaeyrunum endalaust.

Ég get að vísu eingöngu talað fyrir sjálfan mig en Sjálfstæðisflokkinn kýs ég aldrei meir.

Nú vitið þið það!

Þar til næst.

 


mbl.is Söfnuðu fé fyrir flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björgólfar í milljarðaábyrgð.

Björgólfi Guðmundssyni, fyrrverandi formanni bankaráðs Landsbankans, og Björgólfi Thor Björgólfssyni, syni hans, hefur verið stefnt vegna vangoldinnar skuldar upp á fimm milljarða króna við Nýja Kaupþing. Skuldin er til komin vegna kaupa Samsonar, eignarhaldsfélags þeirra feðga, á Landsbankanum fyrir sjö árum.

Björgólfur Guðmundsson var formaður bankaráðsins allt frá því Samson tryggði sér kjölfestuhlutinn og þar til ríkið tók hann til sín á ný. Við ríkisvæðinguna átti félagið tæpan 42 prósenta hlut í bankanum.

Ljóst þykir að Björgólfur Guðmundsson á ekki eignir til að standa undir ábyrgðinni. Björgólfur Thor á eignir erlendis auk þess að vera stærsti hluthafi í Actavis hér á landi. Ljóst er hins vegar að krafan mun ekki verða greidd auðveldlega upp. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hafa viðræður átt sér stað um uppgjör skuldarinnar en engu skilað.

Loksins fer eitthvað að gerast.

Þar til næst.

 


Pólitík o.fl.

Var að hlusta (horfa ) á umræðurnar frá borgarafundinum í Hafnarf. Þar kom sosum ekkert nýtt fram, sama gamla tuggan hjá flestum.

Þó voru þar tvær konur sem mér fannst bera af, annars vegar Guðrún María Óskarsdóttir og hins vegar Siv Friðleifsdóttir.

Á hinn bóginn fannst mér dapurlegt að heyra nýkjörinn formann Sjálfstæðisflokksins bera á borð fyrir íslensku þjóðina gamlar útjaskaðar klisjur eins og t.d. "Við verðum að nýta orkulindir okkar."

Hvernig þá? Fleiri álver?

Veit ekki vesalings drengurinn að álbirgðir hrúgast upp, víðsvegar í heiminum ,og Alcoa var rekið með bullandi tapi síðasta ár?

Þó fannst mér bera í bakkafullan lækinn þegar talið barst að Geir Haarde og yfirlýsingu hans um að hann, og enginn annar, bæri ábyrgð á þessum fimmtíogfimm milljónum sem lagðar voru í kosningasjóð Sjálfstæðisflokksins.

Kommon, ég er ekki fæddur í gær.

Trúir því nokkur heilvita maður að ENGINN annar en Geir hafi vitað af þessum aurum?

Hvernig er með tjáskiptin þarna í Valhöll?

Nei nei!

Reyndar held ég að það skipti engu máli hvað frambjóðendur bera á borð fyrir okkur kjósendur, það er okkar að taka ákvörðun, þegar við göngum í kjörklefann þ. 25. næstkomandi.

Þar til næst.

 

 


Vilja úr þröngri stöðu í sókn.

Frjálslyndi flokkurinn vill ekki aukna skattlagningu eða niðurskurð í velferðarkerfinu.

Gott og vel.

En hvaðan eiga þá aurarnir að koma sem þarf til að dekka þennan ca. 55 milljarða halla sem talið er að verði á fjárlögum þetta ár?

Vill ekki einhver eldhússpólitíkusinn vera svo vænn að upplýsa mig og aðra undirmálsmenn um það?

Þar til næst.


mbl.is Vilja úr þröngri stöðu í sókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FL Group styrkti Sjálfstæðisflokk um þrjátíu milljónir.

FL Group styrkti Sjálfstæðisflokkinn um þrjátíu milljónir króna aðeins nokkrum dögum áður en lögum var breytt um hámarksframlög til stjórnmálaflokka. Skattrannsóknarstjóri hefur reikning um þennan styrk meðal annars til rannsóknar.

Rifja má upp að Davíð líkti FL Group meðal annars við bandaríska stórfyrirtækið Enron og fjármálahneykslið í kringum það á sínum tíma - og nefndi félagið Flenron. Því má jafnframt halda til haga að Baugur var á þessum tíma í hópi helstu hluthafa í FL Group.

Svo virðist sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafi ekki vitað af styrknum en fyrrum fjármálaráðherrann, Árni M. Mathíesen, segist enga hugmynd hafa haft um styrkinn til flokksins. Þeir heyrðu eingöngu um hann í fréttum Stöðvar 2.

Löglegt? Sennilega.

Siðlaust? Örugglega.

Þar til næst.


Hringekjan gengur...og gengur.

Er um nokkuð annað að ræða en að láta fyrirtækið rúlla? Svona frétt kemur mér til að hugsa...

Er verið að ræða um skúffufyrirtæki? 

Er verið að ræða um þær aðferðir sem kaupsýslumenn gætu viðhaft til að komast hjá skattgreiðslum?

Er kannski verið að ræða um skattsvik og jafnvel hreinan og beinan þjófnað?

Spyr einn fáfróður.

Þar til næst.


mbl.is Egla á barmi þrots
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólyginn sagði mér.....

Það er greinilegt að senn líður að kosningum.

Nú ganga dylgjurnar og ásakanirnar fram og til baka.

En... hver er að ljúga að okkur fávísum kjósendum?

Þar til næst.


mbl.is Deila um fleira en stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reynt að leysa jöklabréfavandann.

Ýmsar hugmyndir hafa verið settar fram um hvernig leysa eigi jöklabréfavandann. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur sett sig upp á móti þeim hugmyndum.

Á opnum fundi viðskiptanefndar Alþingis í síðustu viku staðfesti Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn sé tortrygginn á þær leiðir sem ræddar og skoðaðar hafa verið til að leysa úr jöklabréfavandanum.

Það svíður sáran að horfast í augu við þá staðreynd að við Íslendingar skulum vera gjörsamlega ófærir um að leysa efnahagsvandræði þjóðarinnar hjálparlaust.

Þar til næst.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband