Færsluflokkur: Dægurmál
23.3.2009 | 05:22
Gat ekki staðið við greiðslur.
Fjármálaeftirlitið hefur birt á vef sínum ákvörðun um að beita heimildum laga til að taka yfir vald hluthafafundar SPRON og víkja stjórninni þegar frá.
Nú spyr ég, fáfróður drengurinn, er þá búið að víkja stjórninni frá?
Þar til næst.
![]() |
Gat ekki staðið við greiðslur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.3.2009 | 05:11
„Mun að sjálfsögðu taka þetta sæti“.
Jamm, það hlýtur að vera sárt þegar menn telja sig vera rótgróna við stólinn, en eru svo rifnir upp og það með botninn úr buksunum.
Hmmm.
Nú vil ég að það komi skýrt fram að þó ég þekki Ásbjörn ekki persónulega ( er sjálfur af "Nesinu" ), þá veit ég að ef hann er jafnvandaður og foreldrar hans, kemur hann til með að pluma sig.
Hvað Einar snertir þá ætti hann að hafa hugfast að " Maður kemur í manns stað."
Þar til næst.
![]() |
Mun að sjálfsögðu taka þetta sæti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 05:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.3.2009 | 04:18
Ekki leitað til sérfræðinga í skattaskjólum.
Íslensk yfirvöld hafa ekki nýtt sér aðgang að sérfræðingum í fjármagnsflutningum, skattaskjólum og peningaþvætti þótt þeim hafi staðið það til boða síðan í september. Engin mál tengd bankahruninu eru komin á það stig segir saksóknari hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra.
Europol er löggæslustofnun Evrópusambandsins. Samstarfsaðilar eru öll 27 ríki ESB auk 24 annarra. Þar á meðal er Ísland sem opnaði skrifstofu þar 2007. Arnar Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, er tengiliður þar.
Arnar segir að frá í september séu íslensk yfirvöld komin inn í svokallað Carin Network eða kerfi þar sem aðgangur fáist að neti sérfræðinga út um allan heim sem séu vel að sér í skattaskjólum og fjármagnsflutningum. Þar með hafi íslensk yfirvöld aðgang að sérfræðingum sem starfi á Cayman-eyjum, á Jersey, í Sviss eða Lúxembúrg. Þeir þekki kerfin þar út og inn og geti verið til ráðgjafar fyrir íslenska lögreglu. Arnar segir engin mál hafi komið á hans borð vegna bankahrunsins þar sem óskað hafi verið eftir að nýta það.
Tveir tengiliðir við Carin kerfið eru hjá Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra. Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari, og Sveinn Ingiberg Magnússon, lögreglufulltrúi, sem nú er tímabundið í starfi hjá sérstökum saksóknara bankahrunsins. Helgi Magnús segir engin mál vegna hrunsins komin á það stig að nota tengslin við Carin eða önnur slík kerfi en það komi til greina.
Á s.l. hálfu ári hefur semsagt EKKERT gerst!
Engin mál vegna bankahrunsins ( ránsins ) komin á það stig að ástæða hafi þótt til að nota tengslin?
"En það komi til greina"?
Er það svona sem kaupin á eyrinni gerast?
Það getur margt gerst á hálfu ári, já, og á jafnvel enn styttri tíma.
Það er hægt að fela margt á þeim tíma.
Það er líka hægt að teygja svo á þolinmæðinni hjá landanum að upp úr sjóði.
Æ fleiri fjölskyldur berjast nú í bökkum að láta enda ná saman, hvert fjármálahneykslið rekur á fætur hvert öðru, nú síðast SPRON.
Hvernig var það annars með tillögur Evu Joly um að fjölga þeim sem að rannsókninni myndu koma, já og aukið fjármagn?
Á að hunsa þær?
Að bæta við einum eða tveim er nú reyndar vesæl tilraun, og misheppnuð, til að róa alþýðuna sem nú þegar hefur fengið upp í kok.
Er ekki kominn tími til að ráðamenn vakni af Þyrnirósarsvefninum og láti verkin tala?
Þjóðin er orðin langþreytt á að láta draga sig á asnaeyrunum.
Þar til næst.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 04:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2009 | 16:15
Skilanefnd Kaupþings neitar lóðasölu í Bretlandi.
Formaður skilanefndar Kaupþings, Steinar Guðgeirsson, neitar að bankinn hafi selt Noho square í London á þriðjung þess sem hann var keyptur á, eða um fimmtíu milljónir punda.
Í fréttinni sem birtist á Financial Times sagði frá því að reiturinn hefði verið seldur Stanhope á fimmtíu milljónir punda, en upphaflega keypti Kaupþing reitinn á 175 milljónir punda. Í fréttinni sagði ennfremur að Kaupþing hefði þurft að afskrifa tvöhundruð milljónir punda vegna viðskiptanna.
Þessu neitar skilanefndin alfarið.
Hver er að ljúga að okkur?
Þar til næst.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.3.2009 | 16:03
Töpuðu tvöhundruð milljónum punda á Glötunarstræti.
Kaupþing er búið að selja byggingarsvæði þar sem reisa átti lúxus-íbúðir á minna en þriðjung þess sem þeir keyptu það upphaflega á. Hverfið sem um ræðir gengur undir heitinu Noho Square, sem er í London. Í dag er það kallað No hope square, sem gæti útlagst sem glötunarstræti.
Talið er að Kaupþing hafi þurft að afskrifa alls 200 milljónir punda við söluna.
Hvar ætlar þetta að enda?
Þar til næst.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2009 | 09:00
Neita að upplýsa afskriftir.
Er ekki NBI ríkisbanki og þá um leið í eigu þjóðarinnar?
Mér þætti vænt um að fá leiðréttingu ef ég er að bulla eitthvað.
Þar til næst.
![]() |
Neita að upplýsa afskriftir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2009 | 05:57
Frábært Jóhanna.
Jóhanna er vel að embættinu komin. Þar er á ferðinni kona sem nýtur fylgis allra landsmanna, burtséð, hvaða flokki þeir tilheyra.
Kona sem nýtur fylgis yfir 70% landsmanna hefur greinilega eitthvað til síns máls.
Ég ber virðingu fyrir Jóhönnu og óska henni alls hins besta í því gífurlega erfiða starfi sem hún sinnir nú, og kemur til með að sinna eftir kosningar.
Þar til næst.
![]() |
Var á leið að hætta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2009 | 05:36
Menn fegruðu sannleikann vísvitandi.
Ég hvet alla til að lesa þennan greinarstúf.
Jóhanna Sigurðardóttir segir að í svörum við fyrirspurnum sem hún lagði fram á Alþingi á árunum 2001 til 2007, hafi efnahagsástandið vísvitandi verið fegrað. Það eigi einnig við um skýrslur eftirlitsstofnana, svo sem Seðlabankans. Þetta segir Jóhanna í ítarlegu viðtali í blaðinu í dag.
Hún segir andvaraleysið í aðdraganda hrunsins hafa verið of mikið. Eftirlitsstofnanir hafi hins vegar ekki leitt stjórnvöld á réttar brautir með afstöðu sinni. Ég tel að ef sannleikurinn hefði komið í ljós í þessum fyrirspurnum hefðu menn getað gripið fyrr inn í."
Það er alltaf meira og meira að koma í ljós.
Þar til næst.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2009 | 04:46
Sorry.
Það verður langt þangað til að Sjálfstæðisflokkurinn endurheimtir það traust sem hann hefur haft áratugum saman.
Því miður.
Í Sjálfstæðisflokknum eru ( voru ) margir mætir menn með hugsjón. En eftir það sem á undan er gengið myndi mig ekki undra að fólk færi nú að hugsa sinn gang.
Geir H. Haarde sagði í sjónvarpsviðtali í kvöld að bankaleyndin hefði gengið út í öfgar.
Gott og vel. Þetta veit alþjóð og hefur vitað lengi.
Hvar var forsætisráðherra staddur?
Vissi hann ekki hvað var að gerast?
Þetta var jú hans vakt.
Ofan á allt annað ber hann við minnisleysi.
Hvað næst?
"Þetta með afsökunarbeiðnina er flókið mál."
Menn hafa verið látnir svara til saka fyrir minni mál en að horfa aðgerðarlausir upp á heilt þjóðfélag fara á hausinn.
Ég vona að kjósendur hugsi sig vel um áður en þeir greiða atkvæði í vor.
Þar til næst.
![]() |
Bankaleyndin gengið út í öfgar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 24.3.2009 kl. 03:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2009 | 04:03
Beitan er skemmd.
Ég vona svo sannarlega að enginn sé svo auðtrúa að gleypa við þessu.
Ég bjó erlendis árum saman og kynntist ýmsu misjöfnu þar á meðal svona "gylli"atvinnutilboðum, en ég lærði líka að segja nei.
Ég bið alla þá sem fengið hafa svona tilboð að fleygja því bara í ruslafötuna, þ.e.hreinsa það úr tölvunni.
Þar til næst.
![]() |
Aðvörun frá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)