Færsluflokkur: Dægurmál

Áfram streymir endalaust.....

Og enn gerast góðu tíðindin.

Þó hefði fyrr verið.

Hafi ég skilið atburðarrásina rétt þá má segja að saksóknari hafi verið undir járnhælnum á FME.

Nú verður vonandi breyting á.

En er ekki kominn tími á að stokka upp í FME?

Og skyldi ekki fara hrollur um dágóðan hóp fólks?

Þar til næst.


mbl.is Bankaleynd verður afnumin með öllu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðir hlutir gerast hægt.....

Það er ekki á hverjum degi sem svo jákvæð tíðindi berast en eftir mikinn barning eru eftirlaunalögin umdeildu loksins felld úr gildi.

Það sem sérstaklega vakti eftirtekt mína - og ánægju - er samstaðan, nokkuð sem ég hefði aldrei þorað að vona.

Enn er í fullu gildi, og kannski aldrei eins og nú, gamla góða orðtakið: Sameinuð stöndum vér...

Þar til næst.


mbl.is Eftirlaunafrumvarp samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öllu má nú nafn gefa.

Heiðarlegt uppgjör?

Stefnan brást ekki heldur fólk?

Sigurður Örn Ágústsson, formaður sérstakrar undirnefndar endurreisnarnefndar Sjálfstæðisflokksins, segir hana ekki vera að kenna einstökum mönnum um það sem fór úrskeiðis við stjórn efnahagsmála. Margir hafi gert mistök, á mörgum stöðum.

Í sérstökum kafla um hagstjórn segir að stjórnvöld og Seðlabanki Íslands hafi brugðist of seint við mikilli stækkun bankakerfisins. Nauðsynlegt hefði verið að auka varasjóðinn samhliða stækkun bankanna á þeim tíma sem lántökur í erlendri mynt á hæfilegum kjörum voru í boði, eða stemma stigu við stækkun bankanna.

Í skýrslunni kemur fram að stefna Sjálfstæðisflokksins hafi ekki brugðist heldur fólk.

 Í drögunum kemur meðal annars fram að ekki hafi verið skýrt nægilega vel hvers vegna Þjóðhagsstofnun var lögð niður. Hún hafi verið mikilvæg stofnun, hafi getað skoðað faglega ýmsa þætti íslensks efnahagslífs. „Það má vera að það hafi verið réttlætanlegt að leggja hana niður, en það er augljóst að það vantaði meira mótvægi við greiningardeildir bankanna.

Af hverju var Þjóðhagsstofnun lögð niður og hver átti ríkastan þátt í því?

Er ekki full seint um rassinn gripið þegar allt er komið í buxurnar?

Þar til næst.

 

 

 


Við stígum trylltan dans.

Breskir leigusalar gætu tapað á Mosaic.

Breskir leigusalar gætu þurft að sætta sig við að veita allverulegan afslátt af leiguverði í yfir 500 verslunum víða um Bretland í kjölfar greiðslustöðvunar Mosaic, sem er í 49% eigu Baugs.

Kaupþing sem lánaði Mosaic 400 milljón pund mun festa kaup á fjögur af stærsu merkjum keðjunnar strax en það eru Karen Millen, Coast, Oasis og Warehouse. Kaupin verða gerð í samvinnu við Derek Lovelock forstjóra Mosaic og aðra lykilstjórnendur sem munu eignast 5-10% í félaginu.

Ég verð að viðurkenna að ég er því feginn að vera ekki búsettur í Englandi þessa stundina.

Nú bjóðum við Tjallanum upp í dans - í kringum gullkálfinn-( lesist Baugur ) og svo er bara að sjá hver fær fyrstu verðlaun.

Þar til næst.


Bjóða Íslandshreyfinguna velkomna.

Stjórn Samfylkingarinnar býður Íslandshreyfinguna velkomna til liðs við flokkinn og fagnar auknum liðsstyrk,“ segir á vef Samfylkingarinnar. Íslandshreyfingin óskaði eftir því í gær að hún fengi að gerast formlegur aðili að Samfylkingunni sem eitt af aðildarfélögum flokksins.

Í erindi stjórnar Íslandshreyfingarinnar kom fram að hreyfingin heitir Samfylkingunni fullum stuðningi í komandi Alþingiskosningum, en ákvörðun stjórnar Íslandshreyfingarinnar verður lögð fyrir aðalfund hreyfingarinnar sem fyrst.

Þetta eru bestu fréttir sem ég hef fengið í langan tíma. Var sosum tími til kominn.

Þar til næst.


Vaknið góðu, vaknið þið.

Það er ekki einleikið hversu mikil spilling getur þrifist í svo örlitlu samfélagi sem þvi íslenska. Það er sama í hvaða horn er litið, alls staðar blasir ósóminn við.

Mér leikur hugur á að vita, í hverra þágu starfa þessar eftirlitsstofnanir?

Ekki litla mannsins.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá bankahruninu en aðgerðir ( fyrrverandi ) ráðamanna hafa ekki verið í samræmi við alvarleika málsins.

Það er hægt að fela mikið á ekki lengri tíma.

Nú þurfa bankarnir að afskrifa sex þúsund milljarða!

Á sama tíma eru eðalvagnar að finnast hist og her í höfuðborginni, í eigu fólks, sem " tæknilega séð " er gjaldþrota.

Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála þó ég sé ekki ýkja bjartsýnn.

Þar til næst.

 


mbl.is Tregða við upplýsingagjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

....þú klórar mér.

Nú verður maður bara að  reyna að vera jákvæður og vona að þessum peningaaustri linni. Það hlýtur að vera hægt að finna einhverjar sparnaðarleiðir.

Er það kannski bara  litli maðurinn sem verður að herða sultarólina?

Þar til næst.


mbl.is Utanríkisráðuneytið greiddi 29 milljónir til verktaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lax og aftur lax.

Er nú gúrkutíðin á fullu?
mbl.is Kaupa ríkisbankarnir veiðileyfi á laun?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og hvað svo?

Þegar ég las þessa frétt þá fylltist ég bjartsýni, ég vona bara að þetta verði meira en orðin tóm.

Þar til næst.


mbl.is Frumvarp gegn skattaundanskotum tilbúið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjaftháttur o.fl.

Ég var rétt í því þessu að hlusta á hádegisfréttirnar, og það eina sem ég vil segja er: Áfram Jóhanna!

Fylgdist reyndar með samtali við Láru Hönnu Einarsd. í gær þar sem hún talaði um áhyggjur, já og jafnvel hræðslu fólks um að koma fram undir nafni, þegar það vill tjá sig.

Ég hræðist þá þróun sem því miður virðist eiga sér stað í okkar pínulitla þjóðfélagi, ef fólki er ekki stætt á sínum skoðunum lengur, nema þá helst undir dulnefni.

Hvað er eiginlega að gerast?

Ég nýt þó þeirrar sérstöðu að geta  rifið kjaft undir fullu nafni, kannski vegna þess að ég er ekki flokksbundinn, ku rekast illa í hóp, og líka vegna þess að sem lítilsigldur karakter ( öryrki ) hef ég engu að tapa þó ég ybbi mig. Ég meina, ef bloggið mitt fer fyrir brjóstið á einhverjum?

So what?

Á kannski að reyta af mér örorkulifeyrinn? Það svarar ekki kostnaði.

Nóg um það.

Þar til næst.

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband