Færsluflokkur: Dægurmál
24.2.2009 | 12:09
Þó fyrr hefði verið.
Mikið ósköp hefur þetta tekið langan tíma. Hefur nokkur verið svo óheiðarlegur að ætla sér að fela eitthvað?
Því trúi ég ekki fyrr en á reynir.
Þar til næst.
![]() |
Skattaskjól skoðuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.2.2009 | 12:02
Sælir eru fátækir......
Er enn til nóg af aurum?
Þar til næst.
![]() |
Krefst 158 milljóna í vangoldin laun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2009 | 20:26
Bankastjóri refsar sér fyrir mistökin.
Stjórnarformaður bankans Bradford& Bingley í Bretlandi, Richard Pym, hefur ákveðið að borga sér ekki bónusa eins og tíðkast oft hjá stórfyrirtækjum. Þar með lækkar herra Pym launin sín úr 750 þúsund pundum niður í 350 þúsund pund. Þá hefur hann einnig stytt uppsagnarfrest sinn úr tveimur árum niður í einn dag. Að eigin sögn: svo hann verði ekki verðlaunaður fyrir að mistakast. ( Heimild Vísir þ.21.02.09, kl.10.01 )
Er ekki eitthvað þarna á ferðinni sem íslenskir bankastjórar, já og, aðrir yfirborgaðir aðilar í gjaldþrota þjóðfélagi gætu tekið sér til fyrirmyndar?
Hvað skyldu svo starfsmenn skilanefnda bankanna hafa í laun?.
Þar til næst.
Dægurmál | Breytt 24.2.2009 kl. 13:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.2.2009 | 11:20
Hörður, forstjóri Marels, fékk 95 milljónir í laun á síðasta ári.
Það er ákaflega ánægjulegt að vita til þess að enn séu til þeir menn sem láta sér nægja skikkanleg laun fyrir vel unnin störf(árangurstengd?).
En hvernig var það annars, tapaði Marel ekki 1,2 milljörðum síðasta ár???
Þar til næst.
Dægurmál | Breytt 24.2.2009 kl. 13:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2009 | 19:25
Þá vitum við það.
Er ekki orðið tímabært að fara að gera eitthvað í málunum?
Eftir hverju er beðið?
Þar til næst.
![]() |
Fé í skattaskjólum fimmtíufaldaðist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.2.2009 | 23:23
Guð láti á gott vita.
InDefence hópurinn býður fram aðstoð sína í samningaviðræðum við Breta vegna Icesave deilunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hópnum.
Þar segir að hópurinn fagni umræðum á Alþingi í gær um þá ákvörðun bresku ríkisstjórnarinnar um að beita hryðjuverkalögum gegn Íslendingum þann 8. október 2008. Þessi afdrifaríka aðför að íslensku samfélagi hafi komið Íslendingum gersamlega í opna skjöldu og breytti erfiðri stöðu í efnahagslegt hrun.
ÞSíðan um miðjan október 2008 hefur InDefence hópurinn unnið að því að vekja athygli erlendra stjórnvalda, innstæðueigenda og fjölmiðla á notkun breskra stjórnvalda á hryðjuverkalögum gegn íslenskum hagsmunum. InDefence hópurinn hefur líklega tekið á móti um fimmta tug fjölmiðla alls staðar að úr heiminum. Hópurinn hefur saknað upplýstrar umræðu um beitingu hryðjuverkalaganna á Alþingi og hefur undrast aðgerðaleysi íslenskra stjórnvalda þegar kemur að því að verja hagsmuni þjóðarinnar í þessu mikilvæga máli. Þess má geta að svo virðist sem að íslensk stjórnvöld hafi ekki enn komið mótmælum á framfæri til breskra stjórnvalda, né sent afrit af slíkum mótmælum til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, Evrópusambandsins og NATO. Það vekur ennfremur furðu okkar að engar beinar viðræður hafi farið fram á milli forsætisráðherra Íslands og Bretlands síðan að hryðjuverkalögunum var beitt þann 8. október síðastliðinn.
Margt hefur sosum verið vitlausara gert.
Þar til næst.
![]() |
Bjóða fram aðstoð vegna Icesave deilunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.2.2009 | 20:37
Seint tekur svínaríið enda.
Kaupendur lúxusbílanna fá endurgreiðslu frá ríkinu.
Kaupendur lúxusbílaflota Kaupþings, sem seldu bílana áfram til útlanda, fá endurgreiðslur frá ríkinu upp á allta að tvær milljónir fyrir hvern bíl.
Eins og fram hefur komið seldi stjórn Nýja Kaupþings fimmtíu lúxusbíla fyrrum stjórnenda bankans með verulegu afslætti. Flotinn var metinn á fjögurhundruð milljónir en seldur á um eitt hundrað milljónir samkv. heimildum fréttastofu Vís.
Stór hluti flotans var seldur til útlanda í gegnum innlenda aðila. Fyrirtækið Úranus keypti til að mynda um 25 bíla en eigandi fyrirtækisins hefur staðfest í samtali við fréttastofu að hafa selt þá til útlanda.
Ríkisstjórnin ákvað í lok síðasta árs að veita tollstjóra heimild til að endurgreiða vörugjald og virðisaukaskatt af bifreiðum sem eru seldar úr landi. Var þetta meðal annars gert til að auðvelda bílaumboðum að losa sig við umframbirgðir. Endurgreiðsla miðast við greidd gjöld og aldur ökutækis en hún getur aldrei orðið hærri en tvær milljónir króna.
Því er ljóst að kaupendur bílaflotans hafa fengið verulega upphæðir endurgreiddar frá ríkinu eða á bilinu 25 til 80 milljónir gróflega áætlað. Markaðurinn með lúxusbíla er takmarkaður á Íslandi sem og erlendis um þessar mundir en engu að síður er ljóst að kaupendur bílaflotans hafa hagnast verulega enda kemur endurgreiðslan ofan á þann afslátt sem bankinn veitti upphaflega.
Tekur því nokkuð að hafa fleiri orð um þetta ?
Þar til næst.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.2.2009 | 13:05
Mál Baldurs gegn Eimskipi tekið fyrir.
Mál Baldurs Arnar Guðnasonar, fyrrverandi forstjóra Eimskips, gegn félaginu var tekið fyrir í Héraðsdómi Rvk. í morgun.
Baldur stefndi félaginu sl.haust og krefst 140 milljóna króna vegna 22 mán. eftirstöðva af starfslokasamningi sem hann gerði við fyrirtækið. Baldur hefur fengið tvo mánuði greidda af starfslokasamningnum frá því hann hætti í feb. í fyrra.
Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður Baldurs, segir að það verði ákveðið í næst viku, hvenær aðalmeðferð málsins fer fram.
Svo mörg voru þau orð.
Það skyldi engan undra þó að "óskabarn þjóðarinnar" sé á hausnum, en þetta virðist mér þó bara vera eitt af smámálunum sem núverandi stjórnendur óskabarnsins þurfa að glíma við. Stjórnleysið virðist allsstaðar hafa átt sér stað, svo ekki sé minnst á flottræfilsháttinn og sýndarmennskuna.
Þar til næst.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
14.2.2009 | 19:46
Hundahald-Kattahald.
Þetta er skref í rétta átt. Þó hjó ég eftir því að allar umræðurnar á bloggsíðunum snúast um hunda.
Hvað með ketti?
Ég er sjálfur öryrki að nálgast miðjan aldur, bý einn í eigin húsnæði, alinn upp í sveit þar sem dýrin voru allt í kring um mig, og ég álít að ég hafi upplifað eitthvað gott og heilbrigt sem ég kem til með að búa að, allt mitt líf.
Ég á ekkert gæludýr í dag, passa stundum köttinn hennar mömmu þegar hún þarf að leita sér lækninga í höfuðborginni( við búum á Vesturlandinu ), og ég veit ekkert notalegra en lítið kríli sem ákveður að færa sig úr rúminu sínu- um miðja nótt-og kúra í hálsakotinu á mér.
Ég upplifi svo mikla hlýju og blíðu sem þetta litla dýr getur gefið þannig að ég tel mig skilja sjónarmið þeirra sem eru fylgjandi heimsóknum dýra á öldrunarstofnanir.
Það skyldi enginn vanmeta allt það góða sem fylgir dýrunum okkar.
Þar til næst.
![]() |
Hundar fá að koma á Hrafnistu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.2.2009 | 17:57
.......the longer the drop.
Íslandsferðir lánuðu 250 milljónir kr. til eigenda fyrir gjaldþrot.
Ferðaskrifstofan Íslandsferðir sem starfrækt var í Noregi lánaði fimmtán milljónir norskra króna eða um tvöhundruð og fimmtíu ísl. til félaga sem stjórnað er af eigendum Íslandsferða skömmu áður en ferðaskrifstofan varð gjaldþrota nú fyrir jólin.
Íslandsferðir eru að mestu í eigu bræðranna Ólafs og Benedikts Jóns Garðarssona. Enda stóðu hundruðir Norðmanna uppi án jólaferðar sinnar til Íslands er Íslandsferðir urðu gjaldþrota.
Í nýrri frétt um málið í Dagbladet segir að skipastjóri þrotabús Íslandsferða, Thomas Piro, sé nú að rannsaka gaumgæfilega aðdragendann að gjaldþrotinu. Stjórn ferðaskrifstofunnar er farin í felur að sögn blaðsins og kröfuhafar standa uppi slyppir og snauðir.
Thomas Piro er gagnrýninn á ýmsa gjörninga stjórnar ferðaskrifstofunnar, þar á meðal framan greind lán sem stjórnendur virðast hafa veitt sjálfum sér. Féð rann til félaganna Synergy Tours, Tour Tech, Direct Airlines og Progressum en þeim er öllum stjórnað af Benedikt Jóni.
Þá voru eignir seldar frá Íslandsferðum til Synergy Tours á verði sem skiptastjórinn telur langt yfir markaðsverði. Þetta gerði það hinsvegar að verkum að eiginfjárstaða Íslandsferða varð jákvæð um 2 milljónir norskra kr.
Benedikt Jón var áberandi í norskum fjölmiðlum í desember þar sem hann bauð norskum fyrirtækjum kostaboð ef þau vildu halda jólahlaðborð sitt á Íslandi. Margir slógu til og borguðu 4,5 milljónir norskra kr. eða um 80 milljónir kr. fyrirfram inn á ferðir sínar.
Áttu Norðmennirnir að koma til Íslands með beinu flugi frá Ålesund, Tromsö, Þrándheimi, Stavanger og fleiri bæjum. Þann 19. desember var svo öllum ferðunum aflýst. Ferðatryggingarsjóður Noregs bætti skaðann til þeirra sem borgað höfðu ferðir sínar. Sjóðurinn fór svo aftur fram á gjaldþrot Íslandsferða.
Norskir fjölmiðlar hafa án árangurs reynt að ná tali af Benedikt Jóni en hann ku vera búsettur á Mallorca.
Ég hef stundum velt því fyrir mér að bregða undir mig betri fætinum og veita mér þann munað að skreppa í má utanlandsreisu, -en- í hreinskilni sagt þá líst mér ekki á stöðuna. Þegar landar vorir eru farnir að svindla á íbúum bræðraþjóðarinnar þá er nú fulllangt gengið.
Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að annaðhvort er að fela passann og babla skóladönskuna eða þá bara halda sig heima.
Þar til næst.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)