Færsluflokkur: Dægurmál

Sárt bítur sekan.

Sjálfstæðismenn höfðu átján ár til að hygla sér og sínum en nú er komið að skuldadögum.

Mér virðist að nú sé kominn skjálfti í þá, það skyldi þó aldrei vera að verið sé að fela eitthvað?

Þar til næst.


mbl.is Umræðu um stjórnarskrárfrumvarp frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tryggvi Þór í framboð?

Að mínu mati er það álíka gáfulegt og að biðja Rebba að líta eftir hænsnakofanum.

"Það er engin hætta á að íslensku bankarnir falli" sagði Tryggvi Þór, ca. stundarfjórðungi fyrir fullkomið hrun þeirra.

Efnahagsráðgjafi ríkisstjórnar? Það er best að hafa sem fæst orð um það.

Hann ku hafa getið sér gott orð sem hagfræðingur hjá Hagfræðistofnun Háskólans og kannski færi best á því að hann héldi sig þar, og þó, kannski þurfum við fleiri frambjóðendur sem hann, til að veita Sjálfstæðisflokknum banahöggið.

Þar til næst.


Össur ræðst á Guðfinnu.

 " Smáfuglarnir héldu, að þeir Árni Þór og Grétar Mar myndu best sýna málefnaþrot stjórnarinna.                                                                                                                                                    Össur Skarphéðinsson tók sér fyrir hendur að ráðast persónulega að Guðfinnu S. Bjarnadóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, fyrir, að hún tæki til máls í þessum umræðum, hún, sem hefði talað niðrandi um tilgangsleysi í störfum Alþingis. Var það mál manna, að þarna hefði lagst lítið fyrir Össur, að velja þann til árása úr hópi sjálfstæðismanna, sem skemmst hefði tekið þátt í stjórnmálum og setið á þingi."

Össur lætur ekki við það eitt sitja að ráðast á Guðfinnu í þingsalnum. Hann gerir það einnig snemma að morgni 10. mars, þegar hann segir í bloggi sínu:

„Sérlega sorglegt var að sjá að Guðfinnu S. Bjarnadóttir kvenna fremsta í þessum grátbroslega farsa. Konan sú dettur úr háum söðli. Ber að minnast þess þegar Guðfinna kvaddi sér hljóðs á Alþingi svo eftir var tekið til að átelja harðlega þau vinubrögð Alþingis sem hún hefur nú tileinkað sér af meiri léttúð og gáleysi en ábyrgðarlausustu stjórnarandstæðingar síðustu áratuga. Þannig hefur hún sokkið í sama fenið og hún sjálf varaði við - nema dýpra en nokkur annar. Guðfinna lætur smella sér í hlutverk peðsins í illa tefldri málþófsskák, sem Jón Magnússon, hlaupastrákur úr Frjálslyndum, stýrir nú fyrir forystulausan Sjálfstæðisflokk.“

Er það svona sem háæruverðugir( ? ) ráðamenn þjóðarinnar eyða vinnutíma sínum?

Ég hélt í einfeldni minni að megin tilgangur stjórnar- og stjórnarandstæðinga  væri að leiða þjóðina út úr þeim ógöngum sem við erum í, í staðinn fyrir að eyða dýrmætum tíma í málþóf og orðaskak og jafnvel hreinar og beinar svívirðingar.

En bíðum nú við.....

Það eru kosningar framundan og það getur margt breyst á stuttum tíma.

Þar til næst.


Nú verður ruslinu sópað undan teppinu.

Fréttirnar streyma inn, jákvæðar og einstaklega góðar fréttir, og nú er boltinn hjá dómsmálaráðherra að sýna nú að hún hafi bein í nefinu og tryggi Evu bæði þann mannafla og þá fjármuni sem hún þarfnast.

Þeim aurum yrði svo sannarlega vel varið.

Þar til næst.


mbl.is Gagnrýnir fámenna rannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram Eva Joly

Ég hvet alla til að lesa þessa frétt!

Það læðist að mér sá ljóti grunur að á þeim tíma sem liðinn er frá hruni fjármálakerfisins hafi einhverjir sofið á verðinum -EÐA - var verið að hlífa einhverjum?

Spyr sá sem ekki veit.

Ég vil ekki taka svo djúpt í árinni að líkja Evu við frelsandi engil , og þó, það vantar ekki mikið uppá.

Þar til næst.

 

 


mbl.is Joly: Viss um að menn misnotuðu aðstöðu sína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það gerast góðir hlutir.

Nú er fokið í flest skjólin úrásarvíkinganna. Ég fylgdist með viðtalinu við Evu Joly og mín fyrsta hugsun var: Af hverju í ósköpunum var ekki haft samband við hana fyrr?

En betra seint en aldrei.

Ég er bjartsýnn að eðlisfari og nú er ég þess fullviss að loksins fer eitthvað að gerast.

Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu mála á næstunni, kæmi mér ekki á óvart þó margt óhreint ætti eftir að koma í ljós því það er nú einu sinni svo að spillingin hérlendis ristir ansi djúpt.

Mér kemur í hug kolkrabbi sem teygir arma sína í það óendanlega.

Þar til næst.

 

 

 


mbl.is Eva Joly sérstakur ráðgjafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Farið hefur fé betra.

Það þarf ekki að hafa fleiri orð um þetta.

Þar til næst.


mbl.is Olígarkar á barmi gjaldþrots
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tímamót!

Ég óska Ólínu og Örnu Láru hjartanlega til hamingju með glæsilegan sigur.

Það er löngu kominn tími til að kvenfólkið fái tækifæri til þess að njóta sín.

Ég hef fulla trú á þeim báðum og ég er þess fullviss að í vor komi það berlega í ljós hvers þær eru megnugar.

Enn og aftur: Til hamingju.

Þar til næst.


mbl.is Endurnýjun í takt við kall tímans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljótt er ef satt reynist.

En því er þá ekkert gert í málunum?

Á bara að halda áfram að draga okkur óbreytta endalaust á asnaeyrunum ?

Þar til næst.


mbl.is Lánuðu sjálfum sér milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að aka seglum eftir vindi.

Eftir öllum sólarmerkjum að dæma virðist samvinnuhugsjónin hafa dáið út með forfeðrum okkar. Já, hér áður fyrr höfðu Framsóknarmenn hugsjón en sú hugsjón var ekki fólgin í því að "snapa sér stól."

En tímarnir breytast og mennirnir með, í þessu tilfelli, því miður.

Það má í rauninni segja að ég hafi fæðst inn í Samvinnuhreyfinguna og á mínum yngri árum var ég stoltur af því!

En mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá.

Samkvæmt síðustu skoðanakönnun stefnir allt í vinstri stjórn og ég hef fulla trú á að enn eigi eftir að  bætast vindur í seglin. Og þá liggur beinast við að Framsóknarflokkurinn verði í stjórnarandstöðu, þ. e. ef eitthvað verður eftir af honum.

Þar til næst.


mbl.is Vill vera í vinstri stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband