Áfram vellur viðbjóðurinn yfir okkur.

 

"Tap BYRs-sparisjóðs vegna afskrifta á lánum til stærstu eigenda sinna nemur að minnsta kosti 13 milljörðum króna og er í fæstum tilvikum um persónulegar ábyrgðir að ræða."

Er þetta ekki alveg í anda hins Nýja og heiðarlega Íslands?

Í Vísi í gær eru taldir upp nokkrir fjármálafurstar okkar. Menn sem hafa látið gamminn geysa og aurana fjúka, eða svo hélt ég óbreyttur.

Annað kom á daginn.

Þessir höfðingjar skulda upp fyrir skítug eyrun. Samt skal þeim hyglað. Skyldu þeir þora að láta sjá sig á götum Reykjavíkurborgar eða, skyldu þeir allir vera flúnir af skerinu?

Ég er enn að velta fyrir mér hvernig í ósköpunum standi á því að ég fái ekki afskrifaðan helminginn af Íbúðasjóðsláninu sem yrði ekki nema ein og hálf milla. Sennilega hef ég ekki verið nógu stórtækur.

Svo er hér ein matarmikil.

"Glitni tókst að fegra stöðu sína tveim dögum eftir þjóðnýtingu bankans og fimm dögum fyrir bankahrun, með því að losa hlutabréf í FL Group upp á 14 milljarða króna til félagsins Styrks Invests gegn láni með veði í bréfunum sjálfum. "

Er þetta ekki pjúra ólöglegt eða gilda aðrar reglur um höfðingjana en okkur óbreytta? Spyr einn fávís strákur af Snæfellsnesinu.

Áfram með drulluna.

"Deutsche Bank lánaði Novator, félagi Björgólfs Thor Björgólfssonar, í kringum fjóra milljarða evra, jafnvirði tæpra sjö hundruð milljarða króna á núvirði, í yfirtöku Novator á Actavis fyrir tæpum þremur árum." Reuters segir Deutsche Bank hafa reynt eftir mætti að selja kröfuna á hendur Actavis síðla árs 2007. Það hafi ekki tekist. Nú sé í skoðun að breyta láninu á hendur fyrirtækinu í hlutafé. Óvíst sé hvort það komi niður á eignahlut félags Björgólfs Thors í Actavis."

Á sama tíma fjölgar þeim sem leita  þurfa þurfa sér aðstoðar hjá líknarstofnunum þó ei sé til annars en að geta fóðrað ungana sína.

Eftir nokkra klukkutíma hefst fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan í sögu lýðveldisins og að sjálfsögðu mæti ég fyrstur manna. Sárt svíður mér þó að geta ekki ýtt ESB bullinu út af borðinu svona í leiðinni , en því miður. Fyrst þurfum við að framselja auðlindir okkar í hendur erlendra fjárglæframanna og þegar að þjóðaratkvæðagreiðslu kemur þá verður of seint um rassinn gripið.

Undarleg er forgangsröðunin hjá ríkisstjórninni.

Það er nóg komið af þessum neikvæðu, já og daglegu, fréttum að sinni og þar til næst.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Þráinn.

Minnstu ekki á þetta ógrátandi.

Hvað væri gert við þetta fólk í KÍNa ?

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 6.3.2010 kl. 07:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband