3.4.2010 | 02:03
Sinnaskipti?
Ég er búinn að kynnast alveg yndislegri konu.
Hún er smá ákveðin en það venst örugglega. Vona ég.
Hér er smá sýnishorn af samræðum okkar.
Jökull, þú varst búinn að lofa að ryksuga.
"Já en...
Þú ætlaðir líka að skúra stigaganginn og vaska upp og setja í þvottavélina og...
"Já en...
Þú ætlaðir líka að skipta á rúmunum og sækja málningu á stofuna...
"Já en...
Jökull!!! Ég er búin að eyða deginum í að kenna grislingum að syngja, krökkum sem hafa engan áhuga á að læra og þegar ég kem heim þá finnst mér alveg lágmarkið að þú sért þó búinn að læra nóturnar sem ég setti þér fyrir.
Þegar hér var komið sögu ákvað ég að halda kjafti og klára að ryksuga já og skúra stigaganginn.
Hver veit, kannski tek ég mig saman og fer að rifja upp nóturnar.
Allt fyrir friðinn.
Þar til næst.
Athugasemdir
Til lukku, og gleðilega páska.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 3.4.2010 kl. 02:30
Sömuleiðis Kolla mín.
Þráinn Jökull Elísson, 3.4.2010 kl. 03:30
Til lukku með hvað?
Ragnhildur Kolka, 3.4.2010 kl. 10:00
Já Jökull, þær eru venjulega erfiðastar fyrst en svo lagast það þegar maður hefur lært að hlíða.
Ef maður er hlíðin þá eiga þær það til að vera alveg ágætar, en það getur breist eins og hendi sé veifað.
Þær hugsa nefnilega með báðum heilla hvelunum sem hlítur að vera mjög flókið. Ég á nú alveg nóg með að hugsa með öðru.
Hrólfur Þ Hraundal, 3.4.2010 kl. 12:53
Notaleg færsla
Finnur Bárðarson, 3.4.2010 kl. 17:21
Straejk! Ekkert minna my friend! Svona laetur madur ekki koma fram vid sig! Í besta falli haegt ad fresta thessu ollu til morguns.
Já elskan....vonlaus.
Halldór Egill Guðnason, 7.4.2010 kl. 03:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.