Kemur þetta nokkrum á óvart?

 

Allavega ekki mér. Þetta er bara ein af mörgum þeim fréttum sem dynja á okkur daglega. En ósköp finnst mér nú hlutirnir ganga seint fyrir sig. Á meðan við bíðum-og bíðum- eftir frekari aðgerðum þá virðist ekkert gerast annað en að einn útrásarvíkinganna sportar nú á Audi sportbíl upp á litlar seytján milljónir króna.

Hvaðan skyldu nú aurarnir hafa komið ?

Fréttir sem þessar eru reyndar orðnar hluti af okkar daglega lífi, smá svindl hér, smá þjófnaður þar, ekkert til að kippa sér upp við.

Mikið yrði nú samt ánægjulegt að fá frétt eins og að einn og einn útrásarvíkingurinn hefði loksins verið sóttur til saka og yrði látinn borga sína skuldaskömm í stað þess að velta því yfir á okkur óbreytta sem sitjum og blásum í kaun, því húshitunarkostnaður hefur hækkað upp úr öllu valdi síðan 2007, og maður kyndir ekki þegar enga olíu er að fá á fjandans ofninn.

Svo ekki sé minnst á rafmagnskostnaðinn.

Í onálag er verið að fresta útgáfu "svörtu skýrslunnar," einu sinni enn. Ég spyr sjálfan mig stundum hvað valdi, því varla halda þau í rannsóknarnefndinni að íslenska þjóðin þurfi að læra að lesa áður en skýrslan kemur út, og ekki þarf að bera við viðkvæmni því ég minnist þess þegar formaður áðurnefndrar nefndar kom fram í sjónvarpi og grét krókódílstárum yfir viðbjóðinum sem skýrslan ku búa yfir.

Nú er að bíða og sjá hvort verið er að skrúbba einhversstaðar og með þessum orðum kveð ég ykkur að sinni,

og þar til næst.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Rannsakar 20 aflandsfélög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Flott innlegg og því miður mikið til í því að skýrslan er í þvotti eingin verið tekin í ---------- nema við!

Þjófarnir hlæja að okkur smælingjunum

Sigurður Haraldsson, 20.3.2010 kl. 22:09

2 identicon

Það er verið að fínpússa skýrsluna svona til að koma engum valdamönnum og flokksgæðingum í klípu.

Þorsteinn Bjarki Ólafsson (IP-tala skráð) 21.3.2010 kl. 15:14

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Öll bjargráð bönnuð í dag. Nú er Alþingi líka búið að taka fyrir að Magga í bragga geti bjargað sér með olíu á ofninn.

Ragnhildur Kolka, 25.3.2010 kl. 11:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband