Tveggja ára afmæli!!

Í dag eru tvö ár frá því ég hóf upp raust mína og fór að rífa kjaft hér í Bloggheimum, nokkrum til ánægju en flestum til leiðinda og ama.

Hmmm, það skyldi þó ekki vera að hér eigi gamli góði málshátturinn "Sárt bítur sekan" vel við?

Hvað sem því líður þá vil ég að það komi skýrt fram að ég ku vera einstaklega dagfarsprúður og góður drengur. Í það minnsta að eigin mati og móður minnar. Margt hefur drifið á dagana á þessu tímabili, sumt jákvætt (?) en margt neikvætt. Litli bró var forspár og pillaði sig ásamt fjölskyldu af skerinu vel fyrir hrun og hefur nú skotið rótum í Danaveldi. Hinsvegar hími ég hér enn og líður stundum eins og strandaglóp, fæ þá helst útrás með því að níðast á samlöndum mínum hér á netinu og þá ekki bara pólitíkusum.

Í tilefni dagsins ætla ég að vera jákvæður og minnast á ágæta grein sem Pressupenninn Sölvi Tryggvason skrifar í dag undir fyrirsögninni "Kjarnorkusprengjan." Þema greinarinnar er að mínu mati "Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér." Þessu er ég fyllilega sammála og vona heilshugar að þessi skrif rati inn á borð stjórnarandstöðunnar í þeirri von að augu leiðtoga "Framsóknaríhaldsins" opnist og þeir rifji upp aðdraganda bankahrunsins áður en gammurinn er látinn geisa áfram.

Mér blöskrar stundum minnisleysi unga fólksins, bendi í framhaldi af því á lestur "Skýrslunnar" sem óefað getur hresst upp á gloppótt minni drengstaulanna.

Enn og aftur óska ég öllum góðs sumars með von um betri tíð og þar til næst.

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Til hamingju með bloggárin 2 :)

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 27.4.2010 kl. 20:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband