Þetta er allt í lagi Jón.

Aðlögunarferli eður ei. Við, þegnar hins íslenska lýðveldis hljótum að hafa síðasta orðið í jafn mikilvægu máli sem þessu.

Þegar að kosningum kemur legg ég til að við förum að dæmi frænda okkar Norðmanna. Þeir hafa fellt aðildarumsókn í tvígang. Við hljótum að geta gert slíkt hið sama og þar með gefið ESB aðildarsinnum, ef einhverjir eru eftir, langt nef.

Í framhaldi af því fékk ég hugmynd sem ég held sé ekki svo galin en það er að ýja að því við Norðmenn hvort þeir séu ekki tilbúnir að taka okkur undir sinn verndarvæng aftur, samanber aldirnar hér áður fyrr. Við Íslendingar höfum aldrei kunnað fótum okkar forráð eins og dæmin sýna og sanna og svo er krónugarminum kennt um ófarir okkar allar götur frá 1944 en aldrei er minnst á þá sem haldið hafa um stjórnvölinn á hriplekri þjóðarskútunni.

Mér þætti ofurvænt um ef þið lesendur góðir létuð nú skoðanir ykkar í ljós "for engangs skyld."

Þar til næst.


mbl.is Telur að um misskilning sé að ræða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Athugaðu nú eitt - Jóhanna hefur gengið þannig frá málum að þjóðaratkvæðagreiðsla í þessu máli verði aðeins "leiðbeinandi" - sem sagt ef henni hugnast ekki niðurstaðan þá tekur hún Jóhanna ekki mark á henni - punktum....................

Benedikta E, 24.8.2010 kl. 14:09

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Mér finnst alltaf jafn ótrúlegt að heyra andstæðinga ESB aðildar segja að þeir vilja frekar innlimast Noreg í staðinn fyrir að hefja samstarf sem fullvalda ríki við önnur 27ríki.

Sleggjan og Hvellurinn, 24.8.2010 kl. 17:20

3 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Ástæðan fyrir þessari hugmynd minni kemur greinilega fram í færslunni og það er tómt mál að tala um að við verðum "fullvalda" innan ESB. Það má nefna sjávarútveginn, því til eru þeir aðilar hér á landi sem auragræðginnar vegna fyndu leið til að sniðganga þau lög og þær reglur sem reyndar eru fyrir hendi innan ESB og hleypa td. Spánverjum inn á miðin okkar (þeir ku víst bíða í ofvæni eftir aðild okkar), í gegnum fléttufyrirtæki þó erfitt sé að henda reiður á hvernigm  hægt verði að selja margveðsettan óveiddan fisk. Sem fylki í Noregi yrðum við lausir við yfirbygginguna í stjórnsýslunni, spenatotturum yrði hent út, engin sýndarmennsku sendiráð út um allar trissur, örlög kvótagreifa yrðu þau sömu og geirfuglsins og hugsið ykkur allan makrílinn sem við fengjum að veiða.

Reyndar finnst mér hálf dapurlegt hversu treglega sumum lesendum mínum gengur illa að skilja gálgahúmorinn.

Þráinn Jökull Elísson, 24.8.2010 kl. 18:38

4 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Úps. Enn kemur fyrir að ég hökti á íslenskunni. Í niðurlaginu er orðinu illa svo sannanlega ofaukið en ég vona að meining mín hafi komist til skila.

Þráinn Jökull Elísson, 24.8.2010 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband