7.5.2011 | 02:58
Æ... hvers á ég að gjalda??
Burtséð frá því að vera nauðgað til að borga 17.900 kr.(sem tekin er af örorkulífeyrinum) fyrir vægast sagt hörmulega dagskrá þá finndist mér í fínu lagi að losna við íþróttalýsingarnar sem, nota bene, lenda alltaf á þeim tíma sem ég ætla að horfa á Kastljós.
Jamm. Sá gamli er kominn með kakó og með því, sestur í hægindastólinn (þann eina) en... hvað gerist?? Íþróttaleikur.
Nú má ekki skilja sem svo að ég hafi neitt á móti íþróttum, allir þurfa jú að fá eitthvað fyrir sitt, en... er virkilega nauðsynlegt að senda slíkt út bæði í sjónvarpi og útvarpi??
Reyndar finnst mér skjóta skökku við að sjónvarpsstöð sem sent hefur út í 45 ár skuli enn hafa bara eina rás til umráða.
Blankheit?? Kannski. Það væri þá "kannski" ekki úr vegi að henda útvarpsstjóra (ásamt jeppanum) út og ráða í stað hans yngri og áhugasamari mann í starfið. Mann með hugsjón, en því miður virðast þeir vandfundnir í dag.
Svo maður kíki nú á annað þá var ég að hlusta á útvarpsfréttirnar þar sem fjallað var um viðskiptafléttu Kaupþings og Glitnis, sem var ekkert annað en tær snilld hvað snertir viðskiptabransann, þar til eitthvað gerðist, þ. e. blaðran sprakk.
Það sem vakti eftirtekt mína var að ekki voru stjórnendur áðurnefndra banka nefndir á nafn í fréttunum sem þýðir að nú verð ég að gramsa í heimildaskránni sem reyndar stækkar með hverjum deginum. Lengi má leita, en það finnst sem leitað er eftir.
Nóg komið að sinni og þar til næst.
Athugasemdir
Hringurinn er að þrengjast um þessa óþjóðhollu dusilmenni.
Ragnhildur Kolka, 7.5.2011 kl. 08:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.