Sjálftakan á fullu.

Eftir öllum sólarmerkjum að dæma virðist erfiðara að venja ríkisstarfsmenn af spenanum en kettlingana hennar Blíðu minnar.

Hvusslags uppeldi skyldi mannskapurinn eiginlega hafa fengið??

Könnun ríkisendurskoðunar leiðir í ljós framúrakstur upp á hvorki meira né minna en hálfan annan milljarð sem betur hefði verið varið til heilbrigðismála en sjálftökulauna framkvæmdavaldsins því ef það skyldi hafa farið framhjá áðurnefndum spenatotturum, þá ríkir hér kreppa.

Þó við, aldraðir og öryrkjar, séum allir af vilja gerðir til að leggja okkar af mörkum til að rétta þjóðarskútuna af þá er staðan orðin sú að ekki er hægt að reyta meira af fjaðralausum fuglinum.

Því er öðru nær.

Tilgangslaust er að bera niður meðal þingmanna því, svo vitnað sé í orð fyrrverandi efnahagsráðgjafa "Hrunstjórnarinnar" þess mæta manns Tryggva Þórs Herbertssonar, blasir ekkert annað við en hungurdauðinn við "efrimillistéttarelítunni" sem hugsjónarinnar vegna hefur fórnað sér í þágu hins íslenska velferðarsamfélags.

Þetta á að sjálfsögðu bara við þau sem ekki geta borgað með sér í vinnunni.

Það er úr vöndu að ráða en byrja mætti að grisja frumskóginn . Ég tel mig hafa fundið lausn á vandanum. Að vísu er hugmyndin stolin úr myndinni "The Godfather" og nú er ég alls ekki að sneiða að stjórnardúettinum. Gera sjálftökuliðinu tilboð sem ekki er hægt að hafna, og láta kné fylgja kviði.

Hætta að krota niður yfirvinnutímana. Ekki getur verið um dagvinnuna að ræða því samkvæmt tilmælum forsætisráðherra þá voru öll laun yfir 400 þús. lækkuð árið 2009. Ef liðið tekur ekki sönsum þá er það skófarið á bakhlutann og svo á Féló. Þeim yrði engin vorkunn að standa í biðröð eftir matargjöfum í sumarblíðunni. Vetrarkuldann má svo takast á við, þegar þar að kemur, með fatagjöfum.

Vonandi sér forsætisráðherra ljósið og tekur þessa tillögu til alvarlegrar athugunar.

Þar til næst.

 

 

 


mbl.is Hélt að farið hefði verið að tilmælum um launalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

"Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott" er spakmæli sem augljóslega var skrifað fyrir tíma Samspillingarinnar þar sem að ekkert gott kemur nokkurntíma undan þeim eða frá, jú nema LYGI!

Óskar Guðmundsson, 4.6.2011 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband