Þegar litið er til baka...

...þá er nú eitt og annað sem gengið hefur á.

Í dag er mánuður síðan ég útskrifaðist af hjartadeildinni, eftir sex vikna dvöl. Þrátt fyrir svo langt stopp þá er með ólíkindum hversu fljótt tíminn virtist líða.

Það sem hjálpaði kannski mest er að bræður mínir sáu til þess að ég fékk tölvuna mína og allt námsefnið þannig að ég hafði nóg að fást við.

Svo var maturinn alveg frábær. Einum um of. Ég uppgötvaði það þegar ég kom heim. Sá það á vigtinni. Svo er til fólk sem grenjar útaf sjúkrahússmatnum.

Það hefur þá legið á annari deild en ég.

Það kom mér smá á óvart hversu friðarlegt allt hefur verið í íslenska samfélaginu, kannski vegna þess að ég brá mér frá um tíma.

Nú skal bætt úr því.

Það er sosum ekki af miklu að taka en þó sé ég að málefni Eyrarodda á Flateyri eru enn í bullandi ólestri.

Sem kemur mér stórlega á óvart. Allir þeir fræðingar sem hlut eiga að máli virðast ekki vita í hvaða átt þeir eiga að snúa sér. Svo ekki sé meira sagt.

Velsæmisins vegna þori ég ekki að hætta mér út á hála braut, maður vill ekki láta loka á sig blogginu, en oftar en ekki sé ég eitt og annað gerast í íslenska velferðarsamfélaginu sem er til háborinnar skammar.

Hefur reyndar gert árum og jafnvel áratugum saman.

Einkennilegt finnst mér að það virðist ekki skipta nokkru einasta máli hvort það er vinstri eða hægri stjórn sem heldur um stjórnvölinn.

Það þarf reyndar ekki annað en að kíkja í Íslendingabók til að sjá hvað þetta lið er nátengt hvert öðru.

Þau eru mörg teppin sem þarf að sópa undan.

Þar til næst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ertu þá hættur að reykja? 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.8.2011 kl. 01:32

2 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Reyklaus síðan 24. maí

Þráinn Jökull Elísson, 6.8.2011 kl. 18:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband