Af tiltekt og fleira í þeim dúr.

 Það gladdi mitt gamla hjarta að lesa þessa frétt. Katrín Júlíusdóttir sýndi og sannaði að hún hefur bein í nefinu og lætur ekki gamla flokksræðið aftra sér frá þessari tiltekt, sem var löngu tímabær.

Rekstur Byggðastofnunar hefur verið ansi brösóttur gegnum árin. Ekki er hægt að kenna alþjóðakreppu um allt sem farið hefur miður þó vissulega hafi hún haft áhrif.

Ég "gúgglaði" Byggðastofnun og rakst þar á margt athyglisvert. Svo ekki sé meira sagt.

Sem dæmi má taka þessa frétt úr Vísi þ. 10. ág. 2010 en þar segir:

" Tvö af helstu sjávarútvegsfyrirtækjum landsins, Hraðfrystihúsið-Gunnvör á Ísafirði og Vísir hf. í Grindavík skulda Byggðastofnun um einn milljarð króna í gegnum dótturfyrirtæki sín sem eru eignalaus skúffufyrirtæki."

"Einkahlutafélögin Forest Gump og F-420 skulda Byggðastofnun nálægt 500 milljónum króna hvort um sig.Þegar betur er að gáð kemur í ljós að bæði fyrirtækin eru skúffufyrirtæki eða eignarhaldsfélög án sýnilegra eigna."

Þetta er bara eitt dæmi sem tiltekið er hér. Öllum útlánum fylgir áhætta en þegar allt kemur til alls þá lendir skuldabyrðin á herðum skattgreiðenda.

Ég furða mig á viðbrögðum Vinstri-Grænna en þeir virðast koma af fjöllum og tala meðal annars um að stjórnarmönnum sem njóta fulls stuðnings VG hafi verið rutt í burtu og tala um skák á borði stjórnmálamanna.

Það hefur komið fram í máli iðnaðarráðherra að hún hafi sent öllum þingmönnum Vg bréf strax í maí varðandi þessar breytingar.

Árið 1996 lagði ríkisendurskoðun - sem alltof margir virðast hunsa samanber laun framkvæmdavaldsis sem þ. 3. júní s. l. voru komin einn og hálfan milljarð fram úr áætlun- til að komið yrði á beinu stjórnsýslusambandi milli ráðherra og stofnunarinnar. Samkvæmt því skal ráðherra skipa beint í stjórn stofnunarinnar sem hún/hann ber ábyrgð á og gagnvart Alþingi samkvæmt ráðherraábyrgð.

Ég hef fulla trú á gjörðum Katrínar. Það er nú ekki eins og menn séu æviráðnir í embættin en þar hefur reyndar sáralítil breyting orðið á eftir hrun þar sem sömu menn virðast verma sömu stóla.

Þrátt fyrir yfirlýsingar um að, "allt skuli upp á borðið, hverjum steini verði velt við "og jú, eitthvað var imprað á gagnsæi. Yfirlýsingar sem að mínu mati hafa því miður reynst orðin tóm.

Ég reyni að vera bjartsýnn og vona að fleiri ráðherrar feti í fótspor Katrínar. Það myndi án efa auka tiltrú fólks á ríkisstjórninni.

Þar til næst.

 

 

 


mbl.is Ný stjórn Byggðastofnunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband