Af sölu auðlinda og fleira.

Ég var að hlusta á Ómar Ragnarsson í síðdegis útvarpinu þar sem rædd voru væntanleg kaup Kínverjans á Grímsstöðum. Á yfirverði. Margt athyglisvert kom þar fram. Ómar er raunsær og skynsamur maður og ég hvet alla til að fylgjast með því sem hann hefur fram að færa.

Ekki treysti ég mér til að leggja dóm á hvað er rétt og hvað er rangt í stærðardæmi sem þess. Þó ber að hafa í huga kaup svissneska auðkýfingsins,Rudolf Lamprect á bókstaflega öllu umhverfi Víkur í Mýrdal.

Með vatnsréttindum.

Iðnaðarráðherra okkar hefur lýst því yfir að horfið verði aftur til vatnalaganna frá 1923 sem er af því góða.Það ætti að koma í veg fyrir brask þeirra sem víla ekki fyrir sér að selja föðurlandið ef nógu margir aurar eru í boði.

Nú skal draga fyrrverandi forsætisráðherra okkar fyrir Landsdóm. Kannski hefur Geir Haarde eitthvað á samviskunni...en hvað með hin þrjú ??  Hvað með  fyrrverandi viðskiptaráðherra, sem greinilega hefur sofið á sínu græna eyra þegar hörmungarnar dundu yfir okkur ??

Hafi hann nokkru sinni fengið að vera með.

Ég get ekki látið hjá líða  að minnast á brandarana sem á okkur dynja þessa dagana á Rás 2 þar sem Sjálfstæðisflokkurinn upplýsir okkur óbreytta (og einfalda) borgara þessa lands, um þau gæði og þá velmegun sem hér ríkti í átján ára stjórnartíð íhaldsins.

Sem vissulega hafði í för með sér hagnað og velmegun kvótaeigenda. Sem leiðir hugann að glæsibyggingum íslenskra útgerðarmanna á Florida.

Það góða við áðurnefndar auglýsingar er hláturinn. Jamm, hláturinn lengir lífið. Endalaust verður hægt að hlæja að þessum máttvana áróðri íhaldsins.

Nóg að sinni og þar til næst.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Ég get ekki verið meira en samála þér. Takk fyrir þennan pistil.

Úrsúla Jünemann, 8.9.2011 kl. 09:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband