Af Hælisleitendum.

Í framhaldi af ummælum Kristínar Völundardóttur varðandi hælisleitendur, er rétt að geta þess að nokkrir "hælisleitendur" hafa ítrekað reynt að smygla sér um borð í þau skip Eimskipafélagsins sem sigla til U.S.A. Án árangurs sem betur fer því afleiðingarnar hefðu orðið geigvænlegar fyrir skipafélagið. Ég tek undir með Kristínu þegar hún segir að í hópi hælisleitenda séu alltaf einhverjir sem alls ekki eiga þar heima.
Á sama tíma og Íslendingar standa í biðröðum eftir matargjöfum er dælt einum milljarði í þróunaraðstoð.
Á sama tíma erum við að halda uppi hóp hælisleitenda, með tilheyrandi kostnaði( þó slíkt eigi rétt á sér svo langt sem það nær) sökum fjársveltis Útlendingastofnunar sem ekki getur afgreitt málin fyrr en eftir dúk og disk.

Innanríkisráðherra ætti að kynna sér málið til fullnustu áður en hann krefur Kristínu frekari útskýringa.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Sæll ágætur granni og verði þér og mér vonandi líka, árið léttara án Jóhönnu.  En án Jóhönnu er svo sem ekkert á vísan að róa og hlýtur það að teljast undarlegt að með jafn lærðri þjóð, skuli ekki finnast skárri stjórnendur en raun ber vitni.  Eða er það kannski svo að landanum líði best þá hann er að bjarga sér undan kúgurum? 

Því miður þá veit ég þetta ekki svo víst, til að hafa þar um stórar fullyrðingar, en velgengni sýnist vera fólkinu í kring um okkur um megn.  Það er trúlega þess vegna sem svo mikið liggur við að flytja inn hörmungar annarstaðar frá.  Hvernig skyldi annars vera tekið á móti okkur í heima högum svona meðal hælisleitanda, þá þegar þeir hafa étið okkur á gaddinn? 

Að því líður jafn vel án Jóhönnu og án arðbærrar atvinnu, með harmonikkuspilara og brúnan popp upp pella eða lágþrístan gufukarl og ásamt grænum lygara og nokkrum framsóknarsveppum og svo hlægilega karlinum, sem er ljóslega hinn raunverulegi Reykás.  

   

Hrólfur Þ Hraundal, 20.1.2013 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband