Spilling-Sukk-Svínarí-Siðblinda.

Eftir að hafa fylgst með Kastljósi í kvöld get ég ekki lengur orða bundist.

Það er sama í hvaða horn er litið, spillingin blasir allsstaðar við. Engin furða að við Íslendingar séum orðnir að athlægi út um allan heim.

Þvílíkur viðbjóður!

Á sama tíma og -að mínu mati- þessir fjárglæframenn halda áfram að taka okkur í endagörnina, þá eigum við sauðsvartur almúginn að borga ballið. Stjórnarliðið hreykir sér nú, eins og hani á skítahaug, yfir nokkurra prósenta launalækkun sem dekkar ekki einu sinni verkamannalaun.

Heyr, heyr!

Næst þegar ég-öryrkinn -leggst inn á sjúkrahús, þá þarf ég að borga fyrir það.

Það heitir á stjórnmálamanna máli: Hagræðing!

Ef þetta hyski kynni venjulega verkamanna íslensku þá kallast þetta  þjófnaður.

EN, það er engu líkara en þetta vesalings fólk haldi sig vera æviráðið.

Nú er eymingja Ingibjörg Sólrún byrjuð að leggja línurnar fyrir væntanleg stjórnarslit með því að krefjast þess að við göngum til samræðna við ESB.  

Talandi um rottur sem flýja sökkvandi skip.

Eins og nokkrum heilvita manni detti í hug að taka upp samstarf við liðhlaupa?

Nei takk!

Ætlar Samfylkingin að selja landið ofan af okkur?

Því miður þá virðist mér, eftir sjö ára búsetu á landinu okkar(enn sem komið er) að það skipti ekki nokkru einasta máli hver stjórnar, því spillingin virðist rista ansi djúpt.

Það þarf ekki að grafa svo mikið til að koma niður á skítinn og óþverrann.

Þar til næst.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Heyr heyr, svona vinna íslensk stjórnvöld.  Ráðherrarnir virðast vera lygarar upp til hópa og þingmenn fá ekki að opna munninn án leyfis frá ráðherrum.  Þöggun er allstaðar ráðandi í dag.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.12.2008 kl. 01:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband