Hundahald-Kattahald.

Þetta er skref í rétta átt. Þó hjó ég eftir því að allar umræðurnar á bloggsíðunum snúast um hunda.

Hvað með ketti?

Ég er sjálfur öryrki að nálgast miðjan aldur, bý einn í eigin húsnæði, alinn upp í sveit þar sem dýrin voru allt í kring um mig, og ég álít að ég hafi upplifað eitthvað gott og heilbrigt sem ég kem til með að búa að, allt mitt líf.

Ég á ekkert gæludýr í dag, passa stundum köttinn hennar mömmu þegar hún þarf að leita sér lækninga í höfuðborginni( við búum á Vesturlandinu ), og ég veit ekkert notalegra en lítið kríli sem ákveður að færa sig úr rúminu sínu- um miðja nótt-og kúra í hálsakotinu á mér.

Ég upplifi svo mikla hlýju og blíðu sem þetta litla dýr getur gefið þannig að ég tel mig skilja sjónarmið þeirra sem eru fylgjandi heimsóknum dýra á öldrunarstofnanir.

Það skyldi enginn vanmeta allt það góða sem fylgir dýrunum okkar.

Þar til næst.

 


mbl.is Hundar fá að koma á Hrafnistu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband