9.4.2009 | 11:24
Björgólfar í milljarðaábyrgð.
Björgólfi Guðmundssyni, fyrrverandi formanni bankaráðs Landsbankans, og Björgólfi Thor Björgólfssyni, syni hans, hefur verið stefnt vegna vangoldinnar skuldar upp á fimm milljarða króna við Nýja Kaupþing. Skuldin er til komin vegna kaupa Samsonar, eignarhaldsfélags þeirra feðga, á Landsbankanum fyrir sjö árum.
Björgólfur Guðmundsson var formaður bankaráðsins allt frá því Samson tryggði sér kjölfestuhlutinn og þar til ríkið tók hann til sín á ný. Við ríkisvæðinguna átti félagið tæpan 42 prósenta hlut í bankanum.
Ljóst þykir að Björgólfur Guðmundsson á ekki eignir til að standa undir ábyrgðinni. Björgólfur Thor á eignir erlendis auk þess að vera stærsti hluthafi í Actavis hér á landi. Ljóst er hins vegar að krafan mun ekki verða greidd auðveldlega upp. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hafa viðræður átt sér stað um uppgjör skuldarinnar en engu skilað.
Loksins fer eitthvað að gerast.
Þar til næst.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.