Þumalskrúfan hert.

 

Enn berast oss váfréttir.

Nú hefur Frakklandsforseti ákveðið að þrýsta á G20 ríkin til að beita refsiaðgerðum á næsta ári gegn skattaskjólum.

Skyldi þessi frétt ekki hafa farið fyrir brjóstið á einhverjum?

Hver skjaldborgin á fætur annarri hrynur og þá er ég ekki að tala um skjaldborg heimilanna sem augljóslega hefur aldrei verið til nema þá helst á glötuðu minnisblaði ríkisstjórnarinnar.

Nú þegar eru tíu skattaskjól hrunin samkvæmt upplýsingum OECD.

Já, nú eru góð ráð dýr.

Þeim sem telja sig þurfa á nýjum griðastað að halda bendi ég eindregið á Suður-Ameríku.

Og þá helst Venezuela.

Mér kæmi ekki á óvart þó forsetinn, Hugo Chavez, taki öllum "útrásarvíkingum" þessa heims opnum örmum svo fremi þeir hafi aurana sína með.

Ég var að lesa smásögu eftir Mark Twain sem heitir " The Income-Tax Man ."

Þó hún sé skrifuð fyrir margt löngu þá á hún fullt erindi til okkar í dag. Þarna uppgötvaði ég hvernig á að fylla út skattskýrsluna og koma út á núllinu. Ég hef smá grun (bara smá) um að sumir peningamennirnir hafi verið búnir að uppgötva söguna löngu á undan mér. Maður þarf ekki annað en að kíkja á skattaálögur þeirra.

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Sarkozy vill refsiaðgerðir gegn skattaskjólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband