Glöggt er gestsaugað.

 

Þetta var einmitt það sem okkur vantaði.

Þó fyrr hefði verið.

Ég vil enn og aftur ítreka það að ég er ekki hefnigjarn, sona að eðlisfari, en nú er ég kominn með blóðlykt í nasirnar. Og þær eru nú ekki beint af minni gerðinni.

Ég leyfi mér að stela hér smáklausu úr fréttinni og fyrirgefst vonandi.

"Aðgerðirnar voru víðtækar og hófust með leit á tveimur endurskoðunarskrifstofum kl. 10  í morgun. Alls tóku 22 manns þátt í aðgerðunum í dag. Auk starfsmanna embættisins tóku þátt í húsleitunum lögreglumenn frá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu þ.á m. sérfræðingar í haldlagningu og meðferð rafrænna gagna og sex erlendir sérfræðingar á sviði endurskoðunar.

Mér virðist sona í fljótu bragði að stjórnvöld hafi loksins rumskað já og jafnvel vaknað af dvalanum. Var sosum löngu kominn tíminn á það.

Það skyldi þó ekki vera að stuggað hafi verið við þeim? Samanber björninn sem rifinn er á lappir um miðjan vetur. Það vita jú allir sæmilega viti bornir menn hvernig viðbrögðin verða.

Nema kannski einhverjir veruleikafirrtir kúlulánþegar sem enn hafa ekki verið gómaðir.

En, nóttin er ekki úti enn.

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Grunur um fjölda brota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Einhver hreyfing að komast á loksins og vonadi að lappir verði ekki dregnar frekar.

Georg P Sveinbjörnsson, 1.10.2009 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband