Ég var að velta fyrir mér frétt...

 

...sem ég las í DV. 

Athyglisverð frétt.  Já, mjög svo.

Í fréttini er minnst átak sem nefnist "Operation Captura. ( Capture?).

Tilgangur þessa átaks ku vera að hafa hendur í hári fólks sem er á flótta vegna glæpa sem það framdi í Bretlandi.

Ég er enn að velta fyrir mér...

Skyldi þetta átak dekka útrásarvíkingana okkar?

Ansi margir þeirra búa í Englandi en ekki fleiri orð um það.

Nema kannski Björgólfarnir. Fela þeir sig ekki í Lúxemborg eða á Cannes?

En svo ég haldi áfram með pælingarnar, skyldi ekki vera hægt að taka upp svona Operation Captura ( Capture?), hérlendis?

Hugsið ykkur árangurinn.

Já, glæpamönnum myndi fækka stórlega og hvað atvinnuleysi snertir þá er ég þess fullviss, að það myndi hrapa stórlega líka.

Þeir eru örugglega ófáir, sem skráðir eru atvinnulausir og um leið sviptir lífsviðurværi sínu, sem myndu þiggja að fá að vera með í handtökum á þeim glæpamönnum sem sviptu þá atvinnunni og komu heilu þjóðfélagi á hausinn.

Er svona apparat kannski komið í gang nú þegar?

Allavega er byrjað að reyta fjaðrirnar af páfuglunum.

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband