Falleg orð en innantóm.

Þegar ég hef í huga reynslu mína af almannatryggingakerfinu undanfarin ár þá verð ég, því miður, að lýsa yfir vantrausti á allt sem frá félagsmálaráðuneytinu kemur.

Ég minnist orða fulltrúa núverandi ríkisstjórnar þegar þau "dúettinn" sögðu að ekki yrði hróflað við öldruðum og öryrkjum.

Hverjar urðu svo efndirnar?

Hér er svo smá klausa sem bókstaflega fékk mig til að gnísta tönnum- af illsku, eða uppgjöf?

Nei. Ég gefst aldrei upp.

"Markmið umbreytinganna er að auka sanngirni í almannatryggingakerfinu".  Sanngirni?

"Hvetja til sparnaðar og aukinnar atvinnuþátttöku lífeyrisþega, einkum öryrkja".  Sparnaðar?

"Þeim markmiðum er best talið náð með því að draga úr skerðingum." Skerðingum?

Getur virkilega verið að nú verði hætt að taka þessar krónur, sem ég fæ  frá lífeyrissjóðnum, af örorkulífeyrinum?

Því trúi ég þegar ég sé það.

Annars hefur mín átta ára búseta á Íslandi kennt mér að þegar til kastanna kemur skiptir engu máli hvort það er hægri höndin, eða sú vinstri sem heldur um stjórnvölinn.

Á sama tíma og við öryrkjar, já og aldraðir, erum að fleyta þjóðarskútunni yfir hættulegustu grynningarnar, þá eru ráðherrar vorir að bruðla með almannafé.

Átta hundruð milljónir, það sem af er öldinni, út í buskann.

Bara frá bankahruninu  hafa ráðherrar úthlutað rúmum 80 milljónum sem hluta af ráðstöfunarfé sínu, og það í verkefni sem koma málaflokkum ráðherranna ekkert við.

Sem sagt, á sama tíma og ég er að berjast við að halda húskofanum mínum ( byggður 1942 ), þá er verið að spreða almannafé í allar áttir eins og kvikmyndafyrirtæki hér, hundasýningar þar, kóræfingar, og hver veit hvað,að ógleymdum þeim beinum sem nokkrir ráðherranna hafa fleygt í hvoftinn á stuðningsmönnum sínum.

Er nokkur hissa  þó mér sárni?

Ég er löngu búinn að fá upp í kok og hvað varð annars af gegnsæinu sem okkur var lofað?

Þar til næst.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Almannatryggingakerfið stokkað upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband